Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2019 13:58 Eins og sjá má þá gáfu rúður bíla sig í grjótfokinu sem var í Suðursveit í morgun. Mikið sandfok var á Suðurlandi í morgun. Reyndar væri réttara að tala um grjótfok því vindurinn reif upp steinvölur og er fjöldi bíla skemmdur eftir að hafa lent í ósköpunum. Raymond Hoffmann leiðsögumaður tók meðfylgjandi myndband af skemmdum bílum. Hann segir vindhraðann hafa farið upp í 50 metra á sekúndu í Suðursveit hvar myndskeiðið er tekið upp. Nánar tiltekið við Hala sveitahótel. Vísir ræddi við konu sem er í afgreiðslunni þar og hún sagði vindinn nú hafa gengið niður en hann var býsna hvass í morgun. Raymond hjálpaði ferðamönnum að líma fyrir gat á rúðum bílanna en hann vill vara fólk við að vera á ferðinni. „Það verður meiri vindur í kvöld,“ segir Raymond sem sá fjóra skemmda bíla og eina rútu sem hafði lent í grjóthríðinni.Klippa: Bílrúður brotnar í SuðursveitUppfært 15:40 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur gert nánari grein fyrir því hvað gengur á þarna á Suðurlandinu en hann segir að með N-storminum sem ríkti í morgun hafi feykiharðir sveipir gengið niður hlíðar jöklanna, sérstaklega sunnantil á Vatnajökli. „Það eru einkum tveir vegakaflar sem þarf að varast í N-áttinni á þessum slóðum. Í fyrsta lagið vestasti hluti Skeiðarársands, frá Lómagnúpi, en þar getur verið mjög byljótt og síðan sandfok, einkum við brúna yfir Gígjukvísl. Austar á sandinum er veðrið yfirleitt skárra sem og í Öræfum. Þar til komið er í beygjuna til austurs við Faguhólsmýri. Stendur þar ofan af Öræfajökli. Þaðan rekja þeir sig staðirnir einn af öðrum allt austur að Hornafjarðarfljóti. Hvað verstir þrír kaflar í Suðursveit og á einum þeirra er nýlegur vindmælir við Borgarhöfn. Þar mældist mesta hviðan 43 m/s,“ skrifar Einar. Hann bætir því við, sem áður sagði, að veður hafi skánað nú yfir miðjan daginn en hann gangi aftur upp síðdegis og í kvöld eftir kl. 17 megi búast við snörpum byljum, sandfoki og grjótflugi.Það er svo hvasst í Vík í Mýrdal að rúðan á bílaleigubílnum mínum splundraðist í vindhviðu pic.twitter.com/a4cTxz5KN3— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 24, 2019 Bílar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Umferðaröryggi Veður Tengdar fréttir Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Mikið sandfok var á Suðurlandi í morgun. Reyndar væri réttara að tala um grjótfok því vindurinn reif upp steinvölur og er fjöldi bíla skemmdur eftir að hafa lent í ósköpunum. Raymond Hoffmann leiðsögumaður tók meðfylgjandi myndband af skemmdum bílum. Hann segir vindhraðann hafa farið upp í 50 metra á sekúndu í Suðursveit hvar myndskeiðið er tekið upp. Nánar tiltekið við Hala sveitahótel. Vísir ræddi við konu sem er í afgreiðslunni þar og hún sagði vindinn nú hafa gengið niður en hann var býsna hvass í morgun. Raymond hjálpaði ferðamönnum að líma fyrir gat á rúðum bílanna en hann vill vara fólk við að vera á ferðinni. „Það verður meiri vindur í kvöld,“ segir Raymond sem sá fjóra skemmda bíla og eina rútu sem hafði lent í grjóthríðinni.Klippa: Bílrúður brotnar í SuðursveitUppfært 15:40 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur gert nánari grein fyrir því hvað gengur á þarna á Suðurlandinu en hann segir að með N-storminum sem ríkti í morgun hafi feykiharðir sveipir gengið niður hlíðar jöklanna, sérstaklega sunnantil á Vatnajökli. „Það eru einkum tveir vegakaflar sem þarf að varast í N-áttinni á þessum slóðum. Í fyrsta lagið vestasti hluti Skeiðarársands, frá Lómagnúpi, en þar getur verið mjög byljótt og síðan sandfok, einkum við brúna yfir Gígjukvísl. Austar á sandinum er veðrið yfirleitt skárra sem og í Öræfum. Þar til komið er í beygjuna til austurs við Faguhólsmýri. Stendur þar ofan af Öræfajökli. Þaðan rekja þeir sig staðirnir einn af öðrum allt austur að Hornafjarðarfljóti. Hvað verstir þrír kaflar í Suðursveit og á einum þeirra er nýlegur vindmælir við Borgarhöfn. Þar mældist mesta hviðan 43 m/s,“ skrifar Einar. Hann bætir því við, sem áður sagði, að veður hafi skánað nú yfir miðjan daginn en hann gangi aftur upp síðdegis og í kvöld eftir kl. 17 megi búast við snörpum byljum, sandfoki og grjótflugi.Það er svo hvasst í Vík í Mýrdal að rúðan á bílaleigubílnum mínum splundraðist í vindhviðu pic.twitter.com/a4cTxz5KN3— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 24, 2019
Bílar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Umferðaröryggi Veður Tengdar fréttir Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34