Enski boltinn

Solskjær: Vona að við getum stöðvað Norwich

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær fagnar eftir sigurinn í Belgrad í gær.
Solskjær fagnar eftir sigurinn í Belgrad í gær. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að hann vonist til þess að geta stöðvað Norwich er liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

United er einungis þremur stigum fyrir ofan Norwich en nýliðarnir eru næst neðstir eftir níu umferðir í enska boltanum.

Norwich hefur þó unnið Englandsmeistara Manchester City á heimavelli sínum, Carrow Road, og því segir Norðmaðurinn að leikurinn á sunnudaginn verði erfiður.

„Ég vona að við getum stöðvað þá því það er alltaf erfitt að fara niður til Carrow Road,“ sagði Solskjær eftir leikinn í gær.

„Þegar ég horfði á fyrsta leikinn og ég sá lið með mikið hugrekki. Þeir voru hugrakkir og spiluðu þeirra bolta og héldu áfram.“







„Það hefur gefið þeim frábær úrslit. Þeir unnu Newcastle, unnu Manchester United og þeir eru með þeirra eigin leið til að spila fótbolta.“

United vann 1-0 sigur á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gær þar sem Anthony Martial skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

„Við erum tilbúnir núna. Við fórum til Belgrad og höfum fengið leikmenn til baka. Ég náði að taka Aaron Wan-Bissaka og Anthony Martial útaf eftir 60 mínútur því þeir hafa verið lengi frá.“

„Svo vonandi munum við vera ferskir því við þurfum að spila eins og best verður á kosið til þess að vinna,“ sagði Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×