Innlent

„Bílamergð og kaos“ á norðurljósasýningu við Gróttu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flestir fara úr ljósmengunni í borginni til að skoða norðurljósin, en þau geta verið falleg þó ekki sé farið lengra en út að Gróttu. Þar getur aftur á móti myndast umferðaröngþveiti eins og í gærkvöldi leggi fólk bílum sínum ólöglega.
Flestir fara úr ljósmengunni í borginni til að skoða norðurljósin, en þau geta verið falleg þó ekki sé farið lengra en út að Gróttu. Þar getur aftur á móti myndast umferðaröngþveiti eins og í gærkvöldi leggi fólk bílum sínum ólöglega. Fréttablaðið/Vilhelm
Stífla myndaðist úti við Gróttu á Seltjarnarnesinu í gærkvöldi þar sem fjöldi fólks, að stórum hluta erlendir ferðamenn, söfnuðust saman til að njóta norðurljósanna. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi í höfuðborginni segir öngþveiti hafa myndast og stífla.

„Þá fara menn að hringja inn, komast ekki eitt eða neitt,“ segir Guðmundur Pétur.

Bílum hafi verið þannig lagt að allt hafi stíflast. Um ólöglegar lagningar hafi verið að ræða og voru sektir settar á viðkomandi bíla.

Guðmundur Pétur var ekki á vaktinni í gær en sá að ástandinu í gærkvöldi hafði verið lýst í skýrslu lögreglu sem „bílamergð og kaos“.

Vandamálið væri ekki fyrir hendi ef fólk legði bílum sínum löglega. Fjölmörg bílastæði væru í nágrenninu og svo gæti fólk gengið út á Gróttu og notið sýningarinnar á himnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×