Kosið um sameiningu á morgun: „Það er annað hvort já eða nei“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. október 2019 12:30 Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstöður muni liggja fyrir fyrir miðnætti á morgun. Vísir/Vilhelm Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstaða kosninganna muni liggja fyrir um miðnætti annað kvöld. Um 3.500 íbúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Borgarðar eystra eru á kjörskrá. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segist skynja mikinn áhuga meðal íbúa vegna kosninganna. „Spurningin er: eru menn sammála sameiningu eða ekki? Þannig að það er annað hvort já eða nei,“ segir Björn. Kjörstaðir eru opnir frá klukkan tíu í fyrramálið til tíu annað kvöld í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði, frá klukkan tíu til sex í Tryggvabúð á Djúpavogi, frá níu til tíu í Menntaskólanum á Egilsstöðum og frá klukkan níu til fimm á hreppsskrifstofu Borgarfjarðarhrepps. Þá er hægt að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum erlendis en Björn segir að nokkur fjöldi hafi þegar kosið utan kjörfundar.En hvenær má vænta þess að niðurstaðan liggi fyrir? „Ég á frekar von á að hún liggi fyrir fyrir miðnætti annað kvöld. Það náttúrlega hefst ekki talning fyrr en allir kjörstaðir hafa lokað þannig að talning hefst þá upp úr tíu annað kvöld. Haldnir hafa verið nokkrir kynningarfundir fyrir íbúa og þá hefur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs staðið fyrir skuggakosningum meðal grunn- og framhaldsskólanema þar sem afgerandi meirihluti ungmenna kvaðst fylgjandi sameiningu. „Við höfum verið að hvetja til þess að fólk í rauninni mæti á kjörstað þannig að niðurstaðan byggi á góðri kjörsókn hver sem hún verður,“ segir Björn. „En eigum við ekki að segja að andinn yfir þessum fundum hefur verið mjög jákvæður.“ Ef samþykkt verður þá tekur við ferli við undirbúning sameiningar. „Við höfum verið að horfa til þess að það verði kosið til sveitarstjórnar næsta vor, trúlegast í apríl eða maí, og þá hálfum mánuði eftir slíkar kosningar tekur þá sameinað sveitarfélag til starfa,“ segir Björn. Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstaða kosninganna muni liggja fyrir um miðnætti annað kvöld. Um 3.500 íbúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Borgarðar eystra eru á kjörskrá. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segist skynja mikinn áhuga meðal íbúa vegna kosninganna. „Spurningin er: eru menn sammála sameiningu eða ekki? Þannig að það er annað hvort já eða nei,“ segir Björn. Kjörstaðir eru opnir frá klukkan tíu í fyrramálið til tíu annað kvöld í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði, frá klukkan tíu til sex í Tryggvabúð á Djúpavogi, frá níu til tíu í Menntaskólanum á Egilsstöðum og frá klukkan níu til fimm á hreppsskrifstofu Borgarfjarðarhrepps. Þá er hægt að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum erlendis en Björn segir að nokkur fjöldi hafi þegar kosið utan kjörfundar.En hvenær má vænta þess að niðurstaðan liggi fyrir? „Ég á frekar von á að hún liggi fyrir fyrir miðnætti annað kvöld. Það náttúrlega hefst ekki talning fyrr en allir kjörstaðir hafa lokað þannig að talning hefst þá upp úr tíu annað kvöld. Haldnir hafa verið nokkrir kynningarfundir fyrir íbúa og þá hefur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs staðið fyrir skuggakosningum meðal grunn- og framhaldsskólanema þar sem afgerandi meirihluti ungmenna kvaðst fylgjandi sameiningu. „Við höfum verið að hvetja til þess að fólk í rauninni mæti á kjörstað þannig að niðurstaðan byggi á góðri kjörsókn hver sem hún verður,“ segir Björn. „En eigum við ekki að segja að andinn yfir þessum fundum hefur verið mjög jákvæður.“ Ef samþykkt verður þá tekur við ferli við undirbúning sameiningar. „Við höfum verið að horfa til þess að það verði kosið til sveitarstjórnar næsta vor, trúlegast í apríl eða maí, og þá hálfum mánuði eftir slíkar kosningar tekur þá sameinað sveitarfélag til starfa,“ segir Björn.
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira