Erlent

Rúss­neskur her­maður skaut átta fé­laga sína til bana

Atli Ísleifsson skrifar
Rússneskir fjölmiðlar segja að atvikið hafi átt sér stað á herstöð í Gorníj.
Rússneskir fjölmiðlar segja að atvikið hafi átt sér stað á herstöð í Gorníj. Getty

Rússneskur hermaður hefur verið handtekinn eftir að hann skaut átta félaga sína í hernum til bana og særði tvo til viðbótar.

Rússneskir fjölmiðlar segja að atvikið hafi átt sér stað á herstöð í Gorníj í austurhluta landsins fyrr í dag.

Talsmaður hersins segir mögulegt að árásarmaðurinn hafi verið að glíma við andleg veikindi.

Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur en er sagður hafa verið í þjálfun og haft það hlutverk að standa vörð á herstöðinni.

Sérstök nefnd hefur verið send á vettvang til að rannsaka málið, en aðstoðarvarnarmálaráðherrann Andrey Kartapolov fer fyrir nefndinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.