Pirraður yfir óvæntri uppákomu undir lok upphitunar DJ Muscleboy fyrir Scooter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2019 15:00 Egill Einarsson hitaði upp fyrir Scooter. Fréttablaðið/GVA/Getty Egill Einarsson, DJ Muscleboy, er ekki sáttur við stjórnunarteymi tónlistarmannsins Scooter. Svo virðist sem að starfsmaður á vegum Scooter hafi tekið þá ákvörðun að slökkva á Dj Muscleboy og félögum áður en þeir gátu tekið lokalagið í settinu í upphitunaratriði þeirra fyrir Scooter. Þúsundir tónleikagesta skemmtu sér vel á tónleikum Scooter í Laugardalshöll í gær, sem voru að sögn tónleikahaldarans „algjörlega stórkostlegir“.Nokkur umræða skapaðist um málið á Twitter í gær eftir að Egill sjálfur vakti athygli á því að „köttað“ hafi verið á Muscleboy áður en settið kláraðist, en Egill og félagar voru eitt af upphitunaratriðunum fyrir teknótröllin vinsælu í Scooter.Tónleikagestir sem Vísir hefur rætt við í dag segja að ekki hafi farið á milli mála að skrúfað hafi verið niður í hljóði og ljósum nokkuð fyrirvaralaust, undir lok settsins hjá Agli og félögum. Nokkur reikistefna hafi myndast sem að hafi endað með þvi að Egill og félagar náði ekki að taka lokalagið. „Einhver management-gæi“ Í samtali við Vísi segir Egill að meðlimur í starfsliði Scooter, „einhver management-gæi“, hafi verið að kvarta í þeim þegar settið var að klárast.„Gæinn byrjar að hóta okkur þegar það eru nokkrar mínútur eftir,“ segir Egill og bætir við að hann hafi séð þennan mann vera að rífast við þann sem sá um hljóðið og ljósið í Höllinni. Nokkru síðar var skrúfað niður í hljóðinu og ljósin slökkt.„Síðan ber ég í mækinn og það er búið að slökkva á honum,“ segir Egill. „Ég náði ekki einu sinni að taka Summerbody.“Glöggt mátti heyra á Agli að hann væri nokkuð pirraður yfir þessu öllu saman, enda hafi verið ætlunin að enda settið með sprengju með því að flytja þetta vinsæla lag.„Ég er það pirraður í dag að ég er búinn að taka göngutúr. Ég gekk hérna um Kórahverfið í Kópavogi. Ég er eiginlega aldrei pirraður en í dag er ég pirraður,“ segir Egill sem var þó ánægður með þá stemmningu sem myndaðist í Laugardalshöll í gær. Tíminn búinn segir tónleikahaldarinn Aðspurður um málið segir Björgvin Þór Rúnarsson, tónleikahaldari, að Egill og félagar hafi einfaldlega verið búnir með sinn tíma.„Þetta var ekki neitt neitt. Menn eru inn í vissum slottum, það er ákveðin tímalína og hann var kominn fram yfir hana. Hann var beðinn um að hætta og hann gerði það. Svo voru menn eitthvað ósáttir í tvær mínútur en þá var bara búið.“Þú kannast þá ekki við að það hafi verið slökkt á honum?„Nei, þeir voru látnir hætta, þeir voru búnir með sitt sett. Þetta er bara stormur í vatnsglasi,“ segir Björgvin.Egill vill þó meina að þeir hafi verið innan þess tímaramma sem þeim hafi verið gefinn.„Við erum bara á þeim tíma sem var búið að gefa okkur. Við erum ekki að fara yfir tímann, við áttum bara að vera x-lengi og vorum bara nákvæmlega það lengi,“ segir Egill. Scooter hafi staðist allar væntingar Eins og fyrr segir fóru tónleikarnir að öðru leyti vel fram og ef marka má færslu Egils á Instagram þar sem hann bæði þakkar forsprakka Scooter fyrir tónleikana og hvetur hann til að reka starfslið sitt, var stemningin í Laugardalshöll „rosaleg“. Þá er einnig ekki að hægt að heyra annað á Björgvini tónleikahaldara en að almenn ánægja hafi ríkt með tónleikana. „Þetta voru algjörlega stórkostlegir tónleikar í alla staði,“ segir Björgvin og bætir við að Scooter hafi staðist allar væntingar. „Sýningin hjá Scooter var á einhverju leveli. Hann var bara frábær.“ View this post on InstagramHad a hell of a time! Hefði verið veisla að ná að taka Summerbody en jæja það er eins og það er. Þið sem mættuð takk kærlega fyrir mig, stemningin var ROSALEG! - P.s @hpbaxxterofficial, you are a gentleman and a scholar but you need to fire your management team, helst í gær. A post shared by EgillGillz (DJ Muscleboy) (@egillgillz) on Oct 27, 2019 at 5:17am PDT Tónlist Tengdar fréttir Hárið á Rikka G aflitað í beinni útsendingu Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástjóri FM957, mun stíga á sviðið í Laugardalshöll og hita upp fyrir þýsku tæknótröllin í Scooter á laugardagskvöldið. Einnig koma fram ClubDub og DJ Muscleboy. 24. október 2019 10:15 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Egill Einarsson, DJ Muscleboy, er ekki sáttur við stjórnunarteymi tónlistarmannsins Scooter. Svo virðist sem að starfsmaður á vegum Scooter hafi tekið þá ákvörðun að slökkva á Dj Muscleboy og félögum áður en þeir gátu tekið lokalagið í settinu í upphitunaratriði þeirra fyrir Scooter. Þúsundir tónleikagesta skemmtu sér vel á tónleikum Scooter í Laugardalshöll í gær, sem voru að sögn tónleikahaldarans „algjörlega stórkostlegir“.Nokkur umræða skapaðist um málið á Twitter í gær eftir að Egill sjálfur vakti athygli á því að „köttað“ hafi verið á Muscleboy áður en settið kláraðist, en Egill og félagar voru eitt af upphitunaratriðunum fyrir teknótröllin vinsælu í Scooter.Tónleikagestir sem Vísir hefur rætt við í dag segja að ekki hafi farið á milli mála að skrúfað hafi verið niður í hljóði og ljósum nokkuð fyrirvaralaust, undir lok settsins hjá Agli og félögum. Nokkur reikistefna hafi myndast sem að hafi endað með þvi að Egill og félagar náði ekki að taka lokalagið. „Einhver management-gæi“ Í samtali við Vísi segir Egill að meðlimur í starfsliði Scooter, „einhver management-gæi“, hafi verið að kvarta í þeim þegar settið var að klárast.„Gæinn byrjar að hóta okkur þegar það eru nokkrar mínútur eftir,“ segir Egill og bætir við að hann hafi séð þennan mann vera að rífast við þann sem sá um hljóðið og ljósið í Höllinni. Nokkru síðar var skrúfað niður í hljóðinu og ljósin slökkt.„Síðan ber ég í mækinn og það er búið að slökkva á honum,“ segir Egill. „Ég náði ekki einu sinni að taka Summerbody.“Glöggt mátti heyra á Agli að hann væri nokkuð pirraður yfir þessu öllu saman, enda hafi verið ætlunin að enda settið með sprengju með því að flytja þetta vinsæla lag.„Ég er það pirraður í dag að ég er búinn að taka göngutúr. Ég gekk hérna um Kórahverfið í Kópavogi. Ég er eiginlega aldrei pirraður en í dag er ég pirraður,“ segir Egill sem var þó ánægður með þá stemmningu sem myndaðist í Laugardalshöll í gær. Tíminn búinn segir tónleikahaldarinn Aðspurður um málið segir Björgvin Þór Rúnarsson, tónleikahaldari, að Egill og félagar hafi einfaldlega verið búnir með sinn tíma.„Þetta var ekki neitt neitt. Menn eru inn í vissum slottum, það er ákveðin tímalína og hann var kominn fram yfir hana. Hann var beðinn um að hætta og hann gerði það. Svo voru menn eitthvað ósáttir í tvær mínútur en þá var bara búið.“Þú kannast þá ekki við að það hafi verið slökkt á honum?„Nei, þeir voru látnir hætta, þeir voru búnir með sitt sett. Þetta er bara stormur í vatnsglasi,“ segir Björgvin.Egill vill þó meina að þeir hafi verið innan þess tímaramma sem þeim hafi verið gefinn.„Við erum bara á þeim tíma sem var búið að gefa okkur. Við erum ekki að fara yfir tímann, við áttum bara að vera x-lengi og vorum bara nákvæmlega það lengi,“ segir Egill. Scooter hafi staðist allar væntingar Eins og fyrr segir fóru tónleikarnir að öðru leyti vel fram og ef marka má færslu Egils á Instagram þar sem hann bæði þakkar forsprakka Scooter fyrir tónleikana og hvetur hann til að reka starfslið sitt, var stemningin í Laugardalshöll „rosaleg“. Þá er einnig ekki að hægt að heyra annað á Björgvini tónleikahaldara en að almenn ánægja hafi ríkt með tónleikana. „Þetta voru algjörlega stórkostlegir tónleikar í alla staði,“ segir Björgvin og bætir við að Scooter hafi staðist allar væntingar. „Sýningin hjá Scooter var á einhverju leveli. Hann var bara frábær.“ View this post on InstagramHad a hell of a time! Hefði verið veisla að ná að taka Summerbody en jæja það er eins og það er. Þið sem mættuð takk kærlega fyrir mig, stemningin var ROSALEG! - P.s @hpbaxxterofficial, you are a gentleman and a scholar but you need to fire your management team, helst í gær. A post shared by EgillGillz (DJ Muscleboy) (@egillgillz) on Oct 27, 2019 at 5:17am PDT
Tónlist Tengdar fréttir Hárið á Rikka G aflitað í beinni útsendingu Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástjóri FM957, mun stíga á sviðið í Laugardalshöll og hita upp fyrir þýsku tæknótröllin í Scooter á laugardagskvöldið. Einnig koma fram ClubDub og DJ Muscleboy. 24. október 2019 10:15 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Hárið á Rikka G aflitað í beinni útsendingu Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástjóri FM957, mun stíga á sviðið í Laugardalshöll og hita upp fyrir þýsku tæknótröllin í Scooter á laugardagskvöldið. Einnig koma fram ClubDub og DJ Muscleboy. 24. október 2019 10:15