Lífið

Hárið á Rikka G aflitað í beinni útsendingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ríkharð tekur sig einstaklega vel út með þessa greiðslu.
Ríkharð tekur sig einstaklega vel út með þessa greiðslu.
Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástjóri FM957, mun stíga á sviðið í Laugardalshöll og hita upp fyrir þýsku tæknótröllin í Scooter á laugardagskvöldið. Einnig koma fram ClubDub og DJ Muscleboy.

Rikki G ætlar sannarlega að vera klár í slaginn fyrir laugardaginn en í morgun var hárið á honum aflitað í beinni útsendingu í Brennslunni á FM957.

Sveitin kom hingað til lands í fyrsta skipti í apríl 2004 í Laugardalshöll hélt vel heppnaða tónleika í pakkfullu húsi.

Á Instagram-síðu FM957 var farið í beina útsendingu í morgun og var hægt að fylgjast með ferlinu. Vísir hefur fengið það besta úr útsendingunni sent og má sjá myndband af lituninni hér að neðan.

Á Instagram-síðu FM957 keppast hlustendur stöðvarinnar um það að vinna verðlaun þar sem vinningshafinn fær meðal annars að hitta Scooter-sveitina. 


Tengdar fréttir

Scooter, Club Dub og DJ Muscleboy með tónleika í október

Þýsku tæknótröllin í Scooter munu heimsækja landann í þriðja sinni og halda tónleika í Laugardalshöllinni 26. okt næstkomandi í samstarfi við FM957. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Teamworkevent ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×