Innlent

Jafn­réttis­stefna Ís­lands­banka og fangelsun stjórn­mála­manna í Víg­línunni

Sylvía Hall skrifar
Mikil umræða hefur verið um stefnu Íslandsbanka í jafnréttismálum og þá sérstaklega að bankinn hyggist ekki auglýsa í karllægum fjölmiðlum. Mjög skiptar skoðanir eru um málið. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðing og Hjálmar Jónsson formann Blaðamannafélags Íslands til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í dag til að ræða þessi mál og fleiri.

Í seinni hluta þáttarins verður rætt um þann fáheyrða atburð að í lýðræðisríkinu Spáni hafa tólf katalónskir stjórnmálamenn verið dæmdir fyrir uppreisn gegn ríkinu, þar af níu í fangelsi allt að 13 árum. Til að ræða þau mál mæta þau Úa Matthíasdóttir útgefandi og Ramon Flavia Piera lyfjafræðingur í Víglínuna. Úa hefur búið í áratugi í Barselóna og Ramon sem er frá Barselóna hefur búið á Íslandi í rúman áratug.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×