Innlent

Jafn­réttis­stefna Ís­lands­banka og fangelsun stjórn­mála­manna í Víg­línunni

Sylvía Hall skrifar

Mikil umræða hefur verið um stefnu Íslandsbanka í jafnréttismálum og þá sérstaklega að bankinn hyggist ekki auglýsa í karllægum fjölmiðlum. Mjög skiptar skoðanir eru um málið. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðing og Hjálmar Jónsson formann Blaðamannafélags Íslands til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í dag til að ræða þessi mál og fleiri.

Í seinni hluta þáttarins verður rætt um þann fáheyrða atburð að í lýðræðisríkinu Spáni hafa tólf katalónskir stjórnmálamenn verið dæmdir fyrir uppreisn gegn ríkinu, þar af níu í fangelsi allt að 13 árum. Til að ræða þau mál mæta þau Úa Matthíasdóttir útgefandi og Ramon Flavia Piera lyfjafræðingur í Víglínuna. Úa hefur búið í áratugi í Barselóna og Ramon sem er frá Barselóna hefur búið á Íslandi í rúman áratug.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.