Enski boltinn

Keane: Dele Alli hefur ekkert gert í 1-2 ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alli náði sér ekki á strik gegn Liverpool.
Alli náði sér ekki á strik gegn Liverpool. vísir/getty
Roy Keane gagnrýndi Dele Alli, leikmann Tottenham, harðlega fyrir frammistöðu sínu í tapinu fyrir Liverpool, 2-1, í gær. Keane segir Alli hafi farið aftur sem leikmanni.

„Hann var mjög slakur. Hann er frábært dæmi um leikmann sem er ekki lengur hungraður,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leik.

„Spurs var með 3-4 farþega í sínu liði. Alli hefur tapað hungrinu og hann var ósýnilegur í dag. Hann spilaði alltaf á brúninni og var smá óþokki. En hann hefur ekkert gert í 1-2 ár.“

Gary Neville tók í sama streng og Keane og sagði Alli hafa villst af braut.

„Hann þarf að heyra þessa gagnrýni því ég held að hann þoli hana,“ sagði Neville.

„Það er ekki eins og hann hafi fengið allt upp í hendurnar. Hann kemur úr neðri deildunum. Hann er ekki helmingurinn af þeim leikmanni sem hann var.“

Tottenham er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tólf stig eftir tíu umferðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×