Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 12:30 Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Starfsemi hófst aftur á leikskólanum í dag. Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Á leikskólanum geta sextíu börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára dvalið samtímis á þremur aldursblönduðum deildum. „Við tókum þá ákvörðun að loka leikskólanum. Ákváðum að leyfa foreldrum að koma með börnin á þriðjudeginum af því að þau þurftu nú að geta tekið eigur barnanna og þess háttar. En svo var lokað frá og með miðvikudeginum 23. október og við vorum bara að opna aftur í dag,“ segðir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri leikskólans. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar, til að mynda á leikskólum, geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu. Berglind segir að mörg börn hafi smitast. „Já, og líka starfsmenn. Það eru 53 börn í húsi núna og það voru innan við helmingur til dæmis á föstudeginum sem mætti föstudaginn 18. október. Sú vika, þá voru ofboðslega mikil veikindi og þetta smitaðist hratt þannig að þetta voru mjög margir sem veiktust,” segir Berglind. Berglind segir að nokkur börn hafi þurft að leita aðhlynningar á Barnaspítala Landspítalans. „Já, því miður. Það hefur alveg gerst. Þurft að fá vökva og eru kannski með blóð í hægðum og við erum með að minnsta kosti þrjú staðfest smit en svo erum við að heyra frá öðrum foreldrum að lækna gruni, mjög sterklega, að fleiri börn séu með þetta en hafi ekki endilega vilja senda í ræktun,” segir Berglind. Berglind segir að hart sé tekið á því innan skólans þegar smit koma upp og að dagarnir fyrir helgi hafi verið nýttir til þess að sótthreinsa húsnæði leikskólans og alla muni. „Ég hef undanfarin ár fengið góðar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni og það sem skiptir máli er að allir fari í sóttkví,” segir Berglind. Berglind segir veiruna alltaf stinga sér niður á sama árstíma. „Það er alltaf í þjóðfélaginu að ganga svona frá lok september, byrjun október, niðurgangur en svo undanfarin ár því miður er nóró að banka upp á,” segir Berglind. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Starfsemi hófst aftur á leikskólanum í dag. Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Á leikskólanum geta sextíu börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára dvalið samtímis á þremur aldursblönduðum deildum. „Við tókum þá ákvörðun að loka leikskólanum. Ákváðum að leyfa foreldrum að koma með börnin á þriðjudeginum af því að þau þurftu nú að geta tekið eigur barnanna og þess háttar. En svo var lokað frá og með miðvikudeginum 23. október og við vorum bara að opna aftur í dag,“ segðir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri leikskólans. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar, til að mynda á leikskólum, geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu. Berglind segir að mörg börn hafi smitast. „Já, og líka starfsmenn. Það eru 53 börn í húsi núna og það voru innan við helmingur til dæmis á föstudeginum sem mætti föstudaginn 18. október. Sú vika, þá voru ofboðslega mikil veikindi og þetta smitaðist hratt þannig að þetta voru mjög margir sem veiktust,” segir Berglind. Berglind segir að nokkur börn hafi þurft að leita aðhlynningar á Barnaspítala Landspítalans. „Já, því miður. Það hefur alveg gerst. Þurft að fá vökva og eru kannski með blóð í hægðum og við erum með að minnsta kosti þrjú staðfest smit en svo erum við að heyra frá öðrum foreldrum að lækna gruni, mjög sterklega, að fleiri börn séu með þetta en hafi ekki endilega vilja senda í ræktun,” segir Berglind. Berglind segir að hart sé tekið á því innan skólans þegar smit koma upp og að dagarnir fyrir helgi hafi verið nýttir til þess að sótthreinsa húsnæði leikskólans og alla muni. „Ég hef undanfarin ár fengið góðar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni og það sem skiptir máli er að allir fari í sóttkví,” segir Berglind. Berglind segir veiruna alltaf stinga sér niður á sama árstíma. „Það er alltaf í þjóðfélaginu að ganga svona frá lok september, byrjun október, niðurgangur en svo undanfarin ár því miður er nóró að banka upp á,” segir Berglind.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira