Fleiri hálkuslys geta orðið frysti aftur í kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 19:00 Svo virðist sem hálkan sem myndaðist víða um land síðastliðna nótt og í morgun hafi komið mörgum í opna skjöldu. Svo mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans að kalla þurfti út auka mannskap til að meðhöndla beinbrot og önnur meiðsli sem fólk hlaut í hálkuslysum. Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu sem hefur orsakað mikið álag. Sem betur fer var ekki um lífshættuleg meiðsli að ræða en getur verið mikið rask í lífi þeirra sem verða fyrir meiðslum. Þá varð einnig fjöldi árekstra sem lögreglu og sjúkraflutningamenn þurftu að sinna. Mikið álag var einnig á viðbragðsaðila víða um land. Til að mynda varð að minnsta kosti fimm bíla árekstur nærri Smáralind. Saltdreifari valt ofan á annan bíl á Flóttamannaleið, milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þá valt bíll utan við Tálknafjörð og kom upp eldur í bílnum og þá valt bíll á Grindavíkurvegi. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum. Fyrirtækið Aðstoð og Öryggi, árekstur.is, sinnti vel á annan tug árekstra á höfuðborgarsvæðinu og eru þá ótalin þau verkefni sem lögregla sinni í þeim efnum.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Baldur HrafnkellSumir sem slösuðust voru á hjólum Að minnsta kosti þriðjungur þeirra sem leita þurfti á bráðamóttöku vegna hálkuslysa hafi verið vegna áreksturs en aðrir voru gangandi og hjólandi vegfarendur sem lentu í óhöppum. „Fyrir klukkan ellefu voru komnir tuttugu og fimm manns til okkar. það hafa bæst við svona sirka tíu síðan þá þannig að í dag hafa þrjátíu og þrír komið til okkar vegna hálkuslysa. Það eru sirka tíu sem hafa komið eftir umferðaróhöpp og um tuttugu og fimm sem hafa komið eftir að hafa runnið til,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans. Spítalinn sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fólk sem taldist sig þurfa á læknisþjónustu að halda myndi leita á heilsugæslustöð eða á læknavakt fyrst. Svo mikið var álagið á bráðamóttöku að kalla þurfti út auka mannskap. Starfsemi þar var þó orðin nær eðlileg þegar líða tók á seinnipart dags. Jón segir við því að búast að þegar frysta taki undir kvöld geti fleiri hálkuslys orðið. „Það er töluverð hætta á því að þegar það fer að frysta aftur að það verði aftur glæra og það verði einhver hálkuslys þá þannig að við biðjum alla bara um að fara varlega,“ segir Jón Magnús. Landspítalinn Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13 Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Svo virðist sem hálkan sem myndaðist víða um land síðastliðna nótt og í morgun hafi komið mörgum í opna skjöldu. Svo mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans að kalla þurfti út auka mannskap til að meðhöndla beinbrot og önnur meiðsli sem fólk hlaut í hálkuslysum. Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu sem hefur orsakað mikið álag. Sem betur fer var ekki um lífshættuleg meiðsli að ræða en getur verið mikið rask í lífi þeirra sem verða fyrir meiðslum. Þá varð einnig fjöldi árekstra sem lögreglu og sjúkraflutningamenn þurftu að sinna. Mikið álag var einnig á viðbragðsaðila víða um land. Til að mynda varð að minnsta kosti fimm bíla árekstur nærri Smáralind. Saltdreifari valt ofan á annan bíl á Flóttamannaleið, milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þá valt bíll utan við Tálknafjörð og kom upp eldur í bílnum og þá valt bíll á Grindavíkurvegi. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum. Fyrirtækið Aðstoð og Öryggi, árekstur.is, sinnti vel á annan tug árekstra á höfuðborgarsvæðinu og eru þá ótalin þau verkefni sem lögregla sinni í þeim efnum.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Baldur HrafnkellSumir sem slösuðust voru á hjólum Að minnsta kosti þriðjungur þeirra sem leita þurfti á bráðamóttöku vegna hálkuslysa hafi verið vegna áreksturs en aðrir voru gangandi og hjólandi vegfarendur sem lentu í óhöppum. „Fyrir klukkan ellefu voru komnir tuttugu og fimm manns til okkar. það hafa bæst við svona sirka tíu síðan þá þannig að í dag hafa þrjátíu og þrír komið til okkar vegna hálkuslysa. Það eru sirka tíu sem hafa komið eftir umferðaróhöpp og um tuttugu og fimm sem hafa komið eftir að hafa runnið til,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans. Spítalinn sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fólk sem taldist sig þurfa á læknisþjónustu að halda myndi leita á heilsugæslustöð eða á læknavakt fyrst. Svo mikið var álagið á bráðamóttöku að kalla þurfti út auka mannskap. Starfsemi þar var þó orðin nær eðlileg þegar líða tók á seinnipart dags. Jón segir við því að búast að þegar frysta taki undir kvöld geti fleiri hálkuslys orðið. „Það er töluverð hætta á því að þegar það fer að frysta aftur að það verði aftur glæra og það verði einhver hálkuslys þá þannig að við biðjum alla bara um að fara varlega,“ segir Jón Magnús.
Landspítalinn Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13 Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35
Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40
Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13
Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49