Fótbolti

Spilar gegn PSG á fullum launum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hildur Antonsdóttir, leikmaður Breiðabliks.
Hildur Antonsdóttir, leikmaður Breiðabliks. vísir/bára
Breiðablik mætir í vikunni PSG í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Meðal þeirra sem verða þar í eldlínunni er Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Breiðabliks. Hún er starfsmaður Arnarskóla í Kópavogi og þarf að vera frá vinnu í þrjá daga til þess að fara til Parísar.

Arnarskóli tilkynnti það hins vegar í dag að Hildur verði á fullum launum þessa daga sem hún verður frá.

Skólinn skoraði jafnframt á aðra vinnuveitendur stúlknanna í Blikaliðinu að gera slíkt hið sama.

Breiðablik tapaði fyrri leiknum 4-0 á Kópavogsvelli. Seinni leikurinn fer fram á fimmtudaginn, klukkan 19:00 að íslenskum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×