Fótbolti

Matic á radarnum hjá Inter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Matic í leik með United.
Matic í leik með United. vísir/getty
Ítalska liðið Inter er þegar byrjað að skoða skotmörk fyrir leikmannamarkaðinn í janúar og eins og áður hefur félagið áhuga á leikmönnum Man. Utd.

Þjálfari liðsins, Antonio Conte, er sagður vera mjög spenntur fyrir því að fá Serbann Nemanja Matic aftur í vinnu hjá sér. Þeir unnu saman hjá Chelsea en Matic fór svo þaðan til Man. Utd.

Matic er ekki lengur fyrsti kostur á miðjuna hjá Man. Utd og Skotinn Scott McTominay á undan í goggunarröðinni hjá Ole Gunnar Solskjær, stjóra United. Matic hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum í vetur.

Conte var aldrei sáttur við að missa Matic frá sér hjá Chelsea og nú eru taldar miklar líkur á því að hann fái Serbann til sín í janúar.

Inter er í harðri baráttu við Juventus um ítalska meistaratitilinn og er nú stigi á eftir meisturunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×