Innlent

Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni.
Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. Vísir/Vilhelm
Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum í dag að skipuð verði þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS.„Starfsstjórnin verður skipuð yfir Reykjalund og mun vinna að málefnum stofnunarinnar án aðkomu stjórnar SÍBS. Starfsstjórnin fær einnig það hlutverk að vinna tillögur um rekstrargrundvöll Reykjalundar til framtíðar. Framkvæmdastjórn Reykjalundar fer eftir sem áður með daglegan rekstur stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu frá stjórn SÍBS.Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hafa allir níu starfandi sálfræðingar á Reykjalundi velt því fyrir sér að segja upp störfum í ljósi ástandsins á stofnuninni. Það sé þannig einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og að stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar „áður en meiri skaði hlýst af“, einkum í ljósi uppsagna starfsfólks.SÍBS samþykkti á haustþingi sínu 2018 að hefja vinnu við endurskoðun stjórnskipulags samtakanna. Segir í tilkynningunni að stjórnin telji nú mikilvægt að ljúka endurskoðun stjórnskipulags SÍBS með framtíð Reykjalundar og annarra rekstrareininga SÍBS í huga.Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. Síðast í gær var greint frá því að tveir yfirlæknar hefðu sagt upp störfum á Reykjalundi en þá hafa alls sjö læknar sagt upp síðustu vikur. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.