Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2019 13:55 Staðan á Reykjalundi er grafalvarleg að mati sálfræðinganna níu sem þar starfa. Vísir/vilhelm Allir níu starfandi sálfræðingar á Reykjalundi hafa velt því fyrir sér að segja upp störfum í ljósi ástandsins á stofnuninni. Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu níu sálfræðinga Reykjalundar. Þar segir að áður fyrr hafi starfsánægja og góður andi einkennt Reykjalund. Nú sé staðan hins vegar önnur og „ástandið orðið grafalvarlegt“ eftir sviptingarnar sem hófust með innleiðingu nýs skipurits í sumar. „Núverandi framkvæmdastjórn virðist ekki hlusta á starfsfólk eða skynja mikilvægi mannauðsins í húsinu til að halda starfseminni gangandi. Í framkvæmdastjórn vantar fagfólk með endurhæfingarmenntun og þeir sem fara þar fremstir í flokki eru starfseminni ókunnugir og lesa illa inn í aðstæður hér innanhúss.“Biðla til yfirvalda að grípa strax inn í Það sé þannig einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og að stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar „áður en meiri skaði hlýst af“, einkum í ljósi uppsagna starfsfólks. Sálfræðingarnir séu jafnframt sjálfir að íhuga stöðu sína í þeim efnum. „Hætta er á enn fleiri uppsögnum fagfólks með langa reynslu í endurhæfingu og höfum við undirrituð velt þeim möguleika fyrir okkur breytist ástandið ekki. Við biðlum til Heilbrigðisyfirvalda að grípa strax inn í stöðuna með öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja að við taki stjórnendur sem hafa þekkingu og reynslu til að bera ábyrgð á þverfaglegri endurhæfingu Reykjalundar.“ Á Reykjalundi eru starfandi níu sálfræðingar, í mismunandi starfshlutfalli og á mismunandi sviðum endurhæfingar, sem allir rita undir yfirlýsinguna. Þau eru Dr. Claudia Ósk H. Georgsdóttir, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, Dr. Ella Björt Teague, taugasálfræðingur, Gunnhildur Marteinsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Helma Rut Einarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Inga Hrefna Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Jórunn Edda Óskarsdóttir, sálfræðingur, Klara Bragadóttir, sálfræðingur, Dr. Rúnar Helgi Andrason, sérfræðingur í klínískri sálfræði og Smári Pálsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. Síðast í gær var greint frá því að tveir yfirlæknar hefðu sagt upp störfum á Reykjalundi en þá hafa alls sjö læknar sagt upp síðustu vikur. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar sagði í samtali við Vísi í gær að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan á Reykjalundi yrði áfram óskert. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Allir níu starfandi sálfræðingar á Reykjalundi hafa velt því fyrir sér að segja upp störfum í ljósi ástandsins á stofnuninni. Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu níu sálfræðinga Reykjalundar. Þar segir að áður fyrr hafi starfsánægja og góður andi einkennt Reykjalund. Nú sé staðan hins vegar önnur og „ástandið orðið grafalvarlegt“ eftir sviptingarnar sem hófust með innleiðingu nýs skipurits í sumar. „Núverandi framkvæmdastjórn virðist ekki hlusta á starfsfólk eða skynja mikilvægi mannauðsins í húsinu til að halda starfseminni gangandi. Í framkvæmdastjórn vantar fagfólk með endurhæfingarmenntun og þeir sem fara þar fremstir í flokki eru starfseminni ókunnugir og lesa illa inn í aðstæður hér innanhúss.“Biðla til yfirvalda að grípa strax inn í Það sé þannig einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og að stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar „áður en meiri skaði hlýst af“, einkum í ljósi uppsagna starfsfólks. Sálfræðingarnir séu jafnframt sjálfir að íhuga stöðu sína í þeim efnum. „Hætta er á enn fleiri uppsögnum fagfólks með langa reynslu í endurhæfingu og höfum við undirrituð velt þeim möguleika fyrir okkur breytist ástandið ekki. Við biðlum til Heilbrigðisyfirvalda að grípa strax inn í stöðuna með öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja að við taki stjórnendur sem hafa þekkingu og reynslu til að bera ábyrgð á þverfaglegri endurhæfingu Reykjalundar.“ Á Reykjalundi eru starfandi níu sálfræðingar, í mismunandi starfshlutfalli og á mismunandi sviðum endurhæfingar, sem allir rita undir yfirlýsinguna. Þau eru Dr. Claudia Ósk H. Georgsdóttir, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, Dr. Ella Björt Teague, taugasálfræðingur, Gunnhildur Marteinsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Helma Rut Einarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Inga Hrefna Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Jórunn Edda Óskarsdóttir, sálfræðingur, Klara Bragadóttir, sálfræðingur, Dr. Rúnar Helgi Andrason, sérfræðingur í klínískri sálfræði og Smári Pálsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. Síðast í gær var greint frá því að tveir yfirlæknar hefðu sagt upp störfum á Reykjalundi en þá hafa alls sjö læknar sagt upp síðustu vikur. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar sagði í samtali við Vísi í gær að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan á Reykjalundi yrði áfram óskert.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54
Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52