Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. október 2019 20:15 Tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS bókuðu mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Dagný Erna Jónsdóttir, sem var formaður SÍBS um nokkurra ára bil og situr nú í uppstillingarnefnd Samtakanna, er afar ósátt með uppsagnirnar. „Þegar ég frétti þetta var ég gjörsamlega niðurbrotin, þetta hafði ofboðsleg áhrif á mig og ég mun kalla saman fund ef ég get,“ segir Dagný. „Þetta kom mér mjög, mjög á óvart. Þetta er bara alveg skelfilegt. Enda veit ég að það var ekki einhugur um þetta í stjórninni.“Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar.Vísir/SigurjónSjö manns sitja í stjórn SÍBS. Meðal þeirra er Pétur J. Jónsson sálfræðingur. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði varað við brottvikningu forstjóra Reykjalundar á stjórnarfundi á sínum tíma og látið bóka mótmæli við henni ásamt Frímanni Sigurnýassyni. Menn væru ekki búnir að bíta úr nálinni með þetta og það hefði komið á daginn. Það eru sex læknar ýmist á förum eða hafa sagt upp og afgangurinn, eða sjö læknar, eru að íhuga stöðu sína. Það sama á við um aðrar stéttir. „Það eru allir að íhuga sína stöðu,“ segir Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar. Hún segir að það myndi leysa mikið ef það kæmi manneskja með endurhæfingarmenntun í framkvæmdastjórn Reykjalundar og meira samráð væri haft við starfsfólk um stórar ákvarðanir. Þá telur hún að núverandi stjórn eigi að víkja. „Ég tel að stjórn SÍBS eins og hún er skipuð núna sé hluti af vandanum. Þetta hefur verið klúður frá upphafi til enda og maður hefur séð á mörgum stöðum hvernig hægt hefði verið að leysa stöðuna.“ Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS bókuðu mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Dagný Erna Jónsdóttir, sem var formaður SÍBS um nokkurra ára bil og situr nú í uppstillingarnefnd Samtakanna, er afar ósátt með uppsagnirnar. „Þegar ég frétti þetta var ég gjörsamlega niðurbrotin, þetta hafði ofboðsleg áhrif á mig og ég mun kalla saman fund ef ég get,“ segir Dagný. „Þetta kom mér mjög, mjög á óvart. Þetta er bara alveg skelfilegt. Enda veit ég að það var ekki einhugur um þetta í stjórninni.“Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar.Vísir/SigurjónSjö manns sitja í stjórn SÍBS. Meðal þeirra er Pétur J. Jónsson sálfræðingur. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði varað við brottvikningu forstjóra Reykjalundar á stjórnarfundi á sínum tíma og látið bóka mótmæli við henni ásamt Frímanni Sigurnýassyni. Menn væru ekki búnir að bíta úr nálinni með þetta og það hefði komið á daginn. Það eru sex læknar ýmist á förum eða hafa sagt upp og afgangurinn, eða sjö læknar, eru að íhuga stöðu sína. Það sama á við um aðrar stéttir. „Það eru allir að íhuga sína stöðu,“ segir Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar. Hún segir að það myndi leysa mikið ef það kæmi manneskja með endurhæfingarmenntun í framkvæmdastjórn Reykjalundar og meira samráð væri haft við starfsfólk um stórar ákvarðanir. Þá telur hún að núverandi stjórn eigi að víkja. „Ég tel að stjórn SÍBS eins og hún er skipuð núna sé hluti af vandanum. Þetta hefur verið klúður frá upphafi til enda og maður hefur séð á mörgum stöðum hvernig hægt hefði verið að leysa stöðuna.“
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30
Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36