Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru fyrir hendi fyrir sjúklinga með slíka áverka, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar höldum við líka áfram umfjöllun okkar um stafrænt kynferðisofbeldi en kynferðisbrotadeild lögreglunnar fær sífellt fleiri mál til rannsóknar, þar sem nektarmyndum af börnum er dreift án þeirra samþykkis eða þau þvinguð til að senda slíkt efni.

Við ræðum líka við formann Blaðamannafélags Íslands um nýjustu vendingar í kjaradeilu blaðamanna, en ef fer sem horfir hefjast verkföll þeirra föstudaginn áttunda nóvember. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.