Erlent

Rúmenska þingið samþykkti vantraust á ríkisstjórnina

Atli Ísleifsson skrifar
Viorica Dancila tók við embætti forsætisráðherra í ársbyrjun 2018.
Viorica Dancila tók við embætti forsætisráðherra í ársbyrjun 2018. Getty

Ríkisstjórn Rúmeníu er fallin eftir að þjóðþing landsins samþykkti vantrauststillögu.

Marcel Ciolacu, forseti þingsins, greindi frá niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar, en 238 af 465 þingmönnum studdu tillöguna um að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórn Viorica Dancila.

Það kemur nú í hlut forseta landsins, íhaldsmannsins Klaus Johannis, sem Dancila hefur áður hótað að draga fyrir dóm, að tilnefna nýjan forsætisráðherra.

Stjórnmálaástandið í Rúmeníu hefur verið mjög óstöðug eftir að Alde, stuðningsflokkur stjórnar Jafnaðarmannaflokks Dancila, sagði skilið við stjórnina í ágúst síðastliðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.