Starfsmenn lýsa yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 12:54 Frá starfsmannafundinum á Reykjalundi í dag. Vísir/Arnar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. Í yfirlýsingu sem starfsmennirnir undirrituðu að loknum starfsmannafundi á Reykjalundi í hádeginu segjast þeir hafa miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar. Þeir lögðu niður störf í dag og sendu sjúklinga heim vegna þessa.Í yfirlýsingunni, sem stíluð er á heilbrigðisráðherra, er atburðarás síðstu daga reifuð; forstjóra Reykjalundar var vikið úr starfi í lok september og framkvæmdastjóra lækninga í gær eftir 40 ára starf. Jafnframt er þess getið að þrátt fyrir að Reykjalundur sé í eigu SÍBS og lúti stjórn sambandsins sé stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamnings við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Því gildi lög um heilbrigðisþjónustu um starfsemi Reykjalundar, sem starfsmennirnir telja að stofnunin fullnægi ekki sem fyrr segir.Muni bitna harkalega á sjúklingum „Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa á endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Því fari starfsmennirnir þess á leit við heilbrigðisráðherra að hann grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi „með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt,“ eins og það er orðað. „Við teljum þetta vera nausynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga,“ segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar sem lesa má í heild hér að neðan.Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarVið undirritaður starfsmenn Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS; lýsum yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar.Stjórn stofnunarinnar, sem er í höndum stjórnar SÍBS, vék forstjóra fyrirvaralaust úr starfi í lok september. Í gær var framkvæmdastjóra lækninga vikið úr starfi með sama hætti. Þótt Reykjalundur sé í eigu SÍBS þá er stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamninga við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Um starfsemi Reykjalundar gilda lög um heilbrigðisþjónustu.Við teljum Reykjalund nú vera óstarfhæfur heilbrigðisstofnun sem fullnægir ekki lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnunar.Við höfum miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar.Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegrar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi.Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. Í yfirlýsingu sem starfsmennirnir undirrituðu að loknum starfsmannafundi á Reykjalundi í hádeginu segjast þeir hafa miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar. Þeir lögðu niður störf í dag og sendu sjúklinga heim vegna þessa.Í yfirlýsingunni, sem stíluð er á heilbrigðisráðherra, er atburðarás síðstu daga reifuð; forstjóra Reykjalundar var vikið úr starfi í lok september og framkvæmdastjóra lækninga í gær eftir 40 ára starf. Jafnframt er þess getið að þrátt fyrir að Reykjalundur sé í eigu SÍBS og lúti stjórn sambandsins sé stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamnings við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Því gildi lög um heilbrigðisþjónustu um starfsemi Reykjalundar, sem starfsmennirnir telja að stofnunin fullnægi ekki sem fyrr segir.Muni bitna harkalega á sjúklingum „Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa á endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Því fari starfsmennirnir þess á leit við heilbrigðisráðherra að hann grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi „með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt,“ eins og það er orðað. „Við teljum þetta vera nausynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga,“ segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar sem lesa má í heild hér að neðan.Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarVið undirritaður starfsmenn Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS; lýsum yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar.Stjórn stofnunarinnar, sem er í höndum stjórnar SÍBS, vék forstjóra fyrirvaralaust úr starfi í lok september. Í gær var framkvæmdastjóra lækninga vikið úr starfi með sama hætti. Þótt Reykjalundur sé í eigu SÍBS þá er stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamninga við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Um starfsemi Reykjalundar gilda lög um heilbrigðisþjónustu.Við teljum Reykjalund nú vera óstarfhæfur heilbrigðisstofnun sem fullnægir ekki lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnunar.Við höfum miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar.Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegrar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi.Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03
Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55
Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00