Fótbolti

Hamrén: Getum ekki bara legið í vörn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Erik Hamrén er landsliðsþjálfari Íslands
Erik Hamrén er landsliðsþjálfari Íslands vísir/getty
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, undirbýr lið sitt nú fyrir verðugt verkefni þar sem Heimsmeistarar Frakklands eru næsti andstæðingur Íslands í undankeppni EM 2020.

Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag þar sem hann ræddi meðal annars við Hörð Magnússon.

„Við getum ekki bara lagst í vörn en við verðum líka að vera raunsæir. Þeir munu hafa boltann meira en við en við verðum að vera mjög góðir með boltann þegar við höfum hann. Við þurfum að vera skilvirkir þegar við fáum tækifæri,“ segir Hamrén.

Íslenska liðið steinlá fyrir Frökkum fyrr á þessu ári en Frakkar unnu 4-0 þegar liðin mættust ytra.

„Við fáum ekki mörg færi á móti svona liði. Við fengum mörg færi gegn Albaníu en það er ólíklegt að við fáum jafnmörg færi á morgun svo við verðum að nýta þau vel.“

„Við þurfum að verjast vel en við verðum líka að vera góðir með boltann,“ segir Hamrén.

Nánar er rætt við Hamrén í spilaranum efst í fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×