Fótbolti

Lionel Messi vill framlengja við Barcelona og spila þar út ferilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi verður áfram í Barcelona, að öllum líkindum út ferilinn.
Messi verður áfram í Barcelona, að öllum líkindum út ferilinn. vísir/getty
Lionel Messi, Argentínumaðurinn í liði Barcelona, segir að hann vilji byrja ræða við spænska stórliðið um nýjan samning.

Núverandi samningur Messi við félagið rennur út sumarið 2021 og gæti hann þá yfirgefið félagið frítt eins og kom fram á dögunum í viðtali við forseta Barcelona.

Argentínumaðurinn segir þó að hann vilji ekkert fara frá félaginu og má telja líklegt að félagið og Messi setjast að samningaborðinu á næstu dögum eða vikum.







„Ef þeir vilja mig þá er ég mjög ánægður. Hugmynd mín er að vera hér að eilífu. Það hefur alltaf verið þannig og mun vera þannig áfram. Ekkert hefur breyst,“ sagði Messi við RAC-1.

Messi sagði í viðtali við Marca á dögunum að árið 2013 hafi hann verið nærri því að fara frá félaginu eftir vandræði gagnvart skattaryfirvöldum.

Það hafi þó leyst að endingu og Messi ákveðið að vera áfram hjá Barcelona en Messi hefur verið hjá Barcelona síðan hann var fjórtán ára gamall.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×