Fótbolti

Messi óttaðist að Neymar myndi fara til Real Madrid

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir á góðri stundu í búningi Barcelona.
Félagarnir á góðri stundu í búningi Barcelona. vísir/getty
Lionel Messi, stórstjarnan í liði Barcelona, sagði að hann hafi óttast að Neymar myndi ganga í raðir Real Madrid frá PSG í sumar.Neymar reyndi allt hvað hann gat til þess að komast burt frá franska liðinu í sumar og voru risarnir á SPáni báðir áhugasamir.Að endingu varð Neymar eftir hjá PSG eftir að Barcelona náði ekki samkomulagi við PSG um kaupverð en þá óttaðist Messi að Neymar myndi fara til erkifjendanna.„Hreinskilnislega sagt þá hélt ég að Neymar myndi fara til Real Madrid ef hann myndi ekki koma hingað,“ sagði Neymar í samtali við RAC1 útvarpsstöðina.

„Hann vildi yfirgefa París og hann sagði það. Ég hélt að Florentino og Real Madrid myndu ná að klófesta hann.“Franski miðillinn, Le10sport, greinir frá því að Börsungar hafi nú þegar ákveðið að láta Antoine Griezmann fara næsta sumar til að fjármagna komu Neymar á ný.Griezmann gekk í raðir Barcelona í sumar fyrir 120 milljónir evra frá Atletico Madrid en hann hefur verið gagnrýndur í fyrstu leikjunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.