Dramatískur sigur Tyrkja

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tyrkir hafa verið á mikilli siglingu.
Tyrkir hafa verið á mikilli siglingu. vísir/getty
Cenk Tosun tryggði Tyrkjum sigur á Albaníu í H-riðli okkar Íslendinga í undankeppnni EM 2020 í kvöld.Sigurmark Tosun kom á síðustu mínútu venjulegs leiktíma eftir að Tyrkir höfðu verið sterkari aðilinn í leiknum en ekki náð að brjóta ísinn.Sigurinn þýðir að Tyrkir eru ásamt Frökkum á toppnum með 18 stig. Íslendingar eru með 12 stig í þriðja sæti, Albanir með 10 og svo reka Andorra og Moldóva lestina með þrjú stig hvor.Andorra vann sér inn sín stig í kvöld með sigri á Moldóvu á heimavelli sínum. Marc Vales gerði eina mark leiksins á 63. mínútu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.