„Sorglegt að þetta geti farið svona“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. október 2019 10:00 Útlit er fyrir að skortur verði á sæbjúgu á þessu fiskveiðiári. mynd/aðsend Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf. segir stefnu stjórnvalda vegna sæbjúgnaveiða vera að fella iðnaðinn. Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar munu í næstu viku koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna ákvörðunar um að skera niður veiðiheimildir á sæbjúgu um 60%. Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp á þriðja tug starfsmanna í sumar til að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti á sæbjúgu sem er meginundirstaðan í vinnslu fyrirtækisins.Sjá einnig: Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn „Staðan er ekki björt framundan. Miðað við óbreytt ástand þá standa uppsagnirnar því miður. Við erum ekki að sjá fram á það að við náum að finna hráefni í vinnsluna til að halda fólki í vinnu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Nú sé búið að veiða tæplega 70% af úthlutuðum afla fyrir þetta fiskveiðiár og fiskveiðiárið sé tiltölulega nýbyrjað. „Sæbjúgun verða búin, ef ekkert er gert, þá verður það búið bara eftir mánuð,“ segir Ólafur.Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp 21 starfsmanni í haust til að bregðast við.mynd/aðsendÞað þýðir að markaðurinn gæti verið hráefnislaus í níu mánuði sem getur að sögn Ólafs gert út af við stöðu fyrirtækisins á erlendum markaði. Yfir þúsund tegundir séu af sæbjúgu í heiminum og viðskiptavinir á erlendum mörkuðum verði eflaust ekki lengi að leita annað þegar sæbjúga frá Íslandi verður ekki lengur fáanleg. Kínamarkaður vegur þar þyngst.Þingnefnd krefur Hafró um svör Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir í samtali við Vísi að ákvörðun stofnunarinnar hafi, að því er virðist, verið illa rökstudd og því vilji nefndarmenn fá frekari skýringar á því á hvaða forsendum var skorið svo svo mikið. Miklir hagsmunir séu í húfi. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í lok ágúst var áréttað að breytingarnar hafi verið gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. „Við höfum talað fyrir því að sæbjúgun séu rannsökuð. Við höfum kallað eftir því í mörg ár að það sé lögð einhver vinna í að rannsaka sæbjúgu þannig að Hafró viti eitthvað um sæbjúgu en staðan er bara sú að þeir hafa ekki verið að rannsaka sæbjúgun,“ segir Ólafur. „Það er á mjög veikum grunni sem að þeir ákveða þessar skerðingar.“ Sæbjúgan er að stórum hluta flutt út til Kína.mynd/aðsendEkki sé þó alfarið við Hafrannsóknarstofnun að sakast sem reiði sig á fjármagn frá hinu opinbera til að geta stundað rannsóknir. Þeir sem starfi í greininni vilji geta viðhaldið veiðunum og tegundinni. Það sé engum í hag að tegundin þurrkist út en veiðarnar þurfi líka að vera sjálfbærar markaðslega og því hefði að mati Ólafs átt að skera frekar niður í litlum skrefum þar til nákvæmari rannsóknir væru til grundvallar. „Ég get ekki skilið það þegar hið opinbera þegar það eru þeir sem eru að leggja okkur stólinn fyrir dyrnar og í rauninni bara fella iðnaðinn,“ segir Ólafur.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER. Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf. segir stefnu stjórnvalda vegna sæbjúgnaveiða vera að fella iðnaðinn. Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar munu í næstu viku koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna ákvörðunar um að skera niður veiðiheimildir á sæbjúgu um 60%. Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp á þriðja tug starfsmanna í sumar til að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti á sæbjúgu sem er meginundirstaðan í vinnslu fyrirtækisins.Sjá einnig: Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn „Staðan er ekki björt framundan. Miðað við óbreytt ástand þá standa uppsagnirnar því miður. Við erum ekki að sjá fram á það að við náum að finna hráefni í vinnsluna til að halda fólki í vinnu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Nú sé búið að veiða tæplega 70% af úthlutuðum afla fyrir þetta fiskveiðiár og fiskveiðiárið sé tiltölulega nýbyrjað. „Sæbjúgun verða búin, ef ekkert er gert, þá verður það búið bara eftir mánuð,“ segir Ólafur.Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp 21 starfsmanni í haust til að bregðast við.mynd/aðsendÞað þýðir að markaðurinn gæti verið hráefnislaus í níu mánuði sem getur að sögn Ólafs gert út af við stöðu fyrirtækisins á erlendum markaði. Yfir þúsund tegundir séu af sæbjúgu í heiminum og viðskiptavinir á erlendum mörkuðum verði eflaust ekki lengi að leita annað þegar sæbjúga frá Íslandi verður ekki lengur fáanleg. Kínamarkaður vegur þar þyngst.Þingnefnd krefur Hafró um svör Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir í samtali við Vísi að ákvörðun stofnunarinnar hafi, að því er virðist, verið illa rökstudd og því vilji nefndarmenn fá frekari skýringar á því á hvaða forsendum var skorið svo svo mikið. Miklir hagsmunir séu í húfi. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í lok ágúst var áréttað að breytingarnar hafi verið gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. „Við höfum talað fyrir því að sæbjúgun séu rannsökuð. Við höfum kallað eftir því í mörg ár að það sé lögð einhver vinna í að rannsaka sæbjúgu þannig að Hafró viti eitthvað um sæbjúgu en staðan er bara sú að þeir hafa ekki verið að rannsaka sæbjúgun,“ segir Ólafur. „Það er á mjög veikum grunni sem að þeir ákveða þessar skerðingar.“ Sæbjúgan er að stórum hluta flutt út til Kína.mynd/aðsendEkki sé þó alfarið við Hafrannsóknarstofnun að sakast sem reiði sig á fjármagn frá hinu opinbera til að geta stundað rannsóknir. Þeir sem starfi í greininni vilji geta viðhaldið veiðunum og tegundinni. Það sé engum í hag að tegundin þurrkist út en veiðarnar þurfi líka að vera sjálfbærar markaðslega og því hefði að mati Ólafs átt að skera frekar niður í litlum skrefum þar til nákvæmari rannsóknir væru til grundvallar. „Ég get ekki skilið það þegar hið opinbera þegar það eru þeir sem eru að leggja okkur stólinn fyrir dyrnar og í rauninni bara fella iðnaðinn,“ segir Ólafur.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.
Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent