Segja starfsmanni Reykjalundar hafa verið hótað vegna fréttaumfjöllunar Sylvía Hall skrifar 11. október 2019 18:29 Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi. Vísir/Arnar Starfsfólk Reykjalundar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þau harmi það „fordæmalausa ástand“ sem skapaðist þegar framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp. Magnúsi Ólasyni var fyrirvaralaust sagt upp stöfum eftir 35 ára vinnu við endurhæfingarstöðina þann 9. október síðastliðinn. „Við brottvikningu framkvæmdastjóra lækninga þá skapaðist óvissuástand þar sem það embætti ber ábyrgð á faglegri þjónustu gagnvart forstjóra. Nú hefur þeirri óvissu verið eytt og er það ávallt forstjóri sem ber hina endanlegu ábyrgð á veitingu heilbrigðisþjónustu stofnunnar,“ segir í yfirlýsingunni sem Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sendi fyrir hönd starfsmanna. Sjá einnig: Segir uppsagnir Birgis og Magnúsar nauðsynlegar Í yfirlýsingunni kemur fram að starfsmanni Reykjalundar hafi verið hótað í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar. Umræddur starfsmaður hafi tjáð sig við fjölmiðla um ástandið og í framhaldinu hafi honum borist tölvupóstur frá aðila tengdum stjórn SÍBS. Tölvupóstinn megi túlka sem hótun. „Við slíkt er ekki unað,“ segir að lokum. Þá kemur fram að starfsfólki þykir miður að ástandið sem skapaðist hafi bitnað á skjólstæðingum sem voru til meðferðar hjá stofnuninni á þessum tíma og valdið þeim vanlíðan. Starfsemin hafi verið með eðlilegum hætti í dag og starfsfólk muni ávallt sinna sínum skjólstæðingum af fagmennsku og alúð. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Ósátt starfsfólk tekur aftur á móti sjúklingum á Reykjalundi Starfsemi á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi verður með eðlilegu horfi á morgun. 10. október 2019 15:59 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Starfsfólk Reykjalundar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þau harmi það „fordæmalausa ástand“ sem skapaðist þegar framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp. Magnúsi Ólasyni var fyrirvaralaust sagt upp stöfum eftir 35 ára vinnu við endurhæfingarstöðina þann 9. október síðastliðinn. „Við brottvikningu framkvæmdastjóra lækninga þá skapaðist óvissuástand þar sem það embætti ber ábyrgð á faglegri þjónustu gagnvart forstjóra. Nú hefur þeirri óvissu verið eytt og er það ávallt forstjóri sem ber hina endanlegu ábyrgð á veitingu heilbrigðisþjónustu stofnunnar,“ segir í yfirlýsingunni sem Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sendi fyrir hönd starfsmanna. Sjá einnig: Segir uppsagnir Birgis og Magnúsar nauðsynlegar Í yfirlýsingunni kemur fram að starfsmanni Reykjalundar hafi verið hótað í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar. Umræddur starfsmaður hafi tjáð sig við fjölmiðla um ástandið og í framhaldinu hafi honum borist tölvupóstur frá aðila tengdum stjórn SÍBS. Tölvupóstinn megi túlka sem hótun. „Við slíkt er ekki unað,“ segir að lokum. Þá kemur fram að starfsfólki þykir miður að ástandið sem skapaðist hafi bitnað á skjólstæðingum sem voru til meðferðar hjá stofnuninni á þessum tíma og valdið þeim vanlíðan. Starfsemin hafi verið með eðlilegum hætti í dag og starfsfólk muni ávallt sinna sínum skjólstæðingum af fagmennsku og alúð.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Ósátt starfsfólk tekur aftur á móti sjúklingum á Reykjalundi Starfsemi á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi verður með eðlilegu horfi á morgun. 10. október 2019 15:59 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Ósátt starfsfólk tekur aftur á móti sjúklingum á Reykjalundi Starfsemi á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi verður með eðlilegu horfi á morgun. 10. október 2019 15:59
Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31
Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55
Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30