Innlent

Ósátt starfsfólk tekur aftur á móti sjúklingum á Reykjalundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Starfsfólk á Reykjalundi tók ekki á móti sjúklingum í dag en sinnti áfram þeim sem þar dvelja og neyðartilfellum.
Starfsfólk á Reykjalundi tók ekki á móti sjúklingum í dag en sinnti áfram þeim sem þar dvelja og neyðartilfellum. Vísir/Vilhelm

Starfsemi á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi verður með eðlilegu horfi á morgun. Sjúklingar hafa fengið skilaboð þess efnis frá Reykjalundi. Starfsfólk á Reykjalundi lýsir neyðarástandi á staðnum eftir að forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp með tíu daga millibili.

Starfsfólk fundaði í morgun með lögfræðingi og ákvað í framhaldinu að senda sjúklinga í dagdeildarþjónustu heim í dag. Fundað var með Sveini Guðmundsssyni, formanni SÍBS, í hádeginu þar sem hann las upp bréf frá landlækni. Þar var starfsfólk minnt á ábyrgð sem fagfólk að sinna sjúklingum sínum.

Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi, segir að aðgerðir stjórnar SÍBS séu ástæða þess að starfsmenn hafi lýst yfir vantrausti á stjórnina við heilbrigðisráðherra. Starfsfólk, sem telur um 200 manns, hafi verið skilið eftir í tóminu.

„Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril, í raun og veru andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“

Sveinn Guðmundsson var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þar segir hann Magnús Ólason, framkvæmdastjóra lækninga, ekki hafa viljað hætta og því hafi uppsögnin verið með þessum hætti í gær.


Tengdar fréttir

Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á

Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.