Lífið

Breaking Bad leikarinn Robert Forster látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Forster lést í gær, 78 ára gamall.
Forster lést í gær, 78 ára gamall. Getty/Emma McIntyre
Bandaríski leikarinn Robert Forster sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Max Cherry í mynd Quentin Tarantino, Jackie Brown, er látinn 78 ára að aldri.

Forster var fæddur í Rochester í New York árið 1941 og hóf störf í leiklist eftir útskrift úr Háskóla árið 1964. Þremur árum síðar lék Forster í sinni fyrstu Hollywood mynd, Reflections in a Golden Eye.

Þekktasta hlutverk Forsters var þó í áðurnefndri kvikmynd Tarantino sem kom út árið 1997. Frammistaða Forsters sem Max Cherry var til þess að hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna í flokki bestu frammistöðu í aukahlutverki. Þá lék Forster einnig smærri hlutverk í þekktum sjónvarpsþáttaröðum á borð við Twin Peaks, Heroes og Breaking Bad.

Síðasta hlutverk Forsters var í Breaking Bad kvikmyndinni El Camino sem kom út í gær, á dánardegi Forster. Forster hafði verið að berjast við krabbamein í heila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×