Lífið

Breaking Bad leikarinn Robert Forster látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Forster lést í gær, 78 ára gamall.
Forster lést í gær, 78 ára gamall. Getty/Emma McIntyre

Bandaríski leikarinn Robert Forster sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Max Cherry í mynd Quentin Tarantino, Jackie Brown, er látinn 78 ára að aldri.

Forster var fæddur í Rochester í New York árið 1941 og hóf störf í leiklist eftir útskrift úr Háskóla árið 1964. Þremur árum síðar lék Forster í sinni fyrstu Hollywood mynd, Reflections in a Golden Eye.

Þekktasta hlutverk Forsters var þó í áðurnefndri kvikmynd Tarantino sem kom út árið 1997. Frammistaða Forsters sem Max Cherry var til þess að hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna í flokki bestu frammistöðu í aukahlutverki. Þá lék Forster einnig smærri hlutverk í þekktum sjónvarpsþáttaröðum á borð við Twin Peaks, Heroes og Breaking Bad.

Síðasta hlutverk Forsters var í Breaking Bad kvikmyndinni El Camino sem kom út í gær, á dánardegi Forster. Forster hafði verið að berjast við krabbamein í heila.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.