Fótbolti

Ranieri að snúa aftur í Serie A

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ítalinn geðþekki
Ítalinn geðþekki vísir/getty
Allt bendir til þess að Claudio Ranieri verði næsti knattspyrnustjóri ítalska úrvalsdeildarliðsins Sampdoria en ítalskir fjölmiðlar fullyrða að viðræður við Ranieri séu á lokastigi og hann verði kynntur opinberlega í kvöld eða á morgun.

Ranieri mun fagna 68 ára afmæli þann 20.október næstkomandi en þann dag er einmitt næsti leikur Sampdoria og það gegn Roma, uppeldisfélagi Ranieri.

Sampdoria verður þar með sautjánda félagið sem Ranieri þjálfar á þjálfaraferli sem spannar 33 ár en hann hefur meðal annars stýrt Napoli, Fiorentina, Inter Milan, Juventus, Roma, Parma, Valencia, Leicester og Chelsea svo eitthvað sé nefnt auk þess sem hann var landsliðsþjálfari Grikkja um tíma.

Sampdoria situr í neðsta sæti Serie A með 3 stig eftir sjö umferðir og fékk Eusebio di Francesco sparkið á dögunum eftir þessa vonbrigðabyrjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×