Innlent

Hjálparsveit skáta í æfingaferð bjargaði ferðamönnum úr Krossá

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Krossá í morgun.
Frá Krossá í morgun. Viktor Vilhelmsson

Ferðamenn á ferð um Þórsmörk komust í hann krappan í morgun þegar tilraun til þess að þvera Krossá fór forgörðum. Bíllinn reyndist ekki ráða við ána og staðnæmdist í Krossá miðri.

Bíliinn var dreginn á þurrt og ferðamönnunum bjargað af björgunarsveitarmönnum úr röðum Hjálparsveita skáta úr Kópavogi en sveitarmenn voru staddir í æfingaferð um Þórsmerkursvæðið.

Reglulega berast fregnir af ógöngum ferðamanna í Krossá og öðrum ám landsins. Í sumar bárust fregnir af erlendu pari sem varð fyrir því óláni að bíll þeirra réð ekki við ána og flaut niður hana áður en bílinn hafnaði á göngubrú.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.