Kalifornía bannar framleiðslu og sölu á dýrafeldum frá og með 2023 Sylvía Hall skrifar 12. október 2019 22:35 Dýraverndarsinnar hafa fagnað lagafrumvarpinu. Vísir/Getty Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, hefur skrifað undir lagafrumvarp sem kveður á um bann á framleiðslu og sölu á nýjum dýrafeldum frá og með 2023. Þá mun einnig vera bannað að nota flestar dýrategundir í sirkussýningum í ríkinu. Bannið nær til framleiðslu á fatnaði, skóm, töskum og hvers kyns fatnaði úr dýrafeldi. Kaliforníuríki er það fyrsta í Bandaríkjunum til þess að banna framleiðslu og sölu á nýjum dýrafeldum og það þriðja sem bannar flestar dýrategundir í sirkusum. Nýlega skrifaði Newsom undir lagafrumvarp sem bannaði veiði dýra í þeim tilgangi að nota feld þeirra en áður höfðu Los Angeles og San Francisco bannað sölu dýrafelds. Dýraverndunarsinnar fögnuðu breytingunum og sögðu þær skref í rétta átt að aukinni dýravelferð.Newsom segir Kaliforníu leiðandi í dýravelferð.Vísir/GettyÍ yfirlýsingu frá ríkisstjóranum segir að Kaliforníuríki sé leiðandi í dýravelferð. Bannið skipti ekki einungis sköpum innan ríkisins heldur sendi sterk skilaboð til heimsins um að falleg og villt dýr á borð við birni og tígrisdýr eigi ekki heima í gildrum veiðimanna. Bannið nær þó ekki til sölu feldar sem þegar hefur verið framleiddur né þess sem notaður er í trúarlegum tilgangi. Bannið nær ekki heldur til framleiðslu leðurs, ullar né feldar af köttum og hundum né uppstoppunnar. Talið er að feldariðnaðurinn velti hundruðum milljarða árlega en árið 2014 högnuðust slíkir framleiðendur um einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þrátt fyrir það færist þróunin í sífellt auknum mæli í átt að aukinni dýravelferð og hafa tískurisar á borð við Versace, Gucci og Armani lýst því yfir að þau ætli sér ekki að nota feld í sínum fatnaði framar. Bandaríkin Dýr Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, hefur skrifað undir lagafrumvarp sem kveður á um bann á framleiðslu og sölu á nýjum dýrafeldum frá og með 2023. Þá mun einnig vera bannað að nota flestar dýrategundir í sirkussýningum í ríkinu. Bannið nær til framleiðslu á fatnaði, skóm, töskum og hvers kyns fatnaði úr dýrafeldi. Kaliforníuríki er það fyrsta í Bandaríkjunum til þess að banna framleiðslu og sölu á nýjum dýrafeldum og það þriðja sem bannar flestar dýrategundir í sirkusum. Nýlega skrifaði Newsom undir lagafrumvarp sem bannaði veiði dýra í þeim tilgangi að nota feld þeirra en áður höfðu Los Angeles og San Francisco bannað sölu dýrafelds. Dýraverndunarsinnar fögnuðu breytingunum og sögðu þær skref í rétta átt að aukinni dýravelferð.Newsom segir Kaliforníu leiðandi í dýravelferð.Vísir/GettyÍ yfirlýsingu frá ríkisstjóranum segir að Kaliforníuríki sé leiðandi í dýravelferð. Bannið skipti ekki einungis sköpum innan ríkisins heldur sendi sterk skilaboð til heimsins um að falleg og villt dýr á borð við birni og tígrisdýr eigi ekki heima í gildrum veiðimanna. Bannið nær þó ekki til sölu feldar sem þegar hefur verið framleiddur né þess sem notaður er í trúarlegum tilgangi. Bannið nær ekki heldur til framleiðslu leðurs, ullar né feldar af köttum og hundum né uppstoppunnar. Talið er að feldariðnaðurinn velti hundruðum milljarða árlega en árið 2014 högnuðust slíkir framleiðendur um einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þrátt fyrir það færist þróunin í sífellt auknum mæli í átt að aukinni dýravelferð og hafa tískurisar á borð við Versace, Gucci og Armani lýst því yfir að þau ætli sér ekki að nota feld í sínum fatnaði framar.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira