Erlent

„Warren er kapítalisti, ég er það ekki"

Andri Eysteinsson skrifar
Sanders og Warren við kappræður Demókrata í sumar.
Sanders og Warren við kappræður Demókrata í sumar. Getty/Justin Sullivan
Bandaríski öldungadeildaþingmaðurinn frá Vermont, Bernie Sanders, sem er á meðal þeirra sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á næsta ári, gagnrýndi mótherja sinn, þingkonuna Elizabeth Warren, í spjallþættinum „This Week“ á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC. AP greinir frá.Sanders ræddi þá muninn á þeim tveimur. „Elizabeth, eins og hún hefur sagt, er kapítalisti inn við beinið. Ég er það ekki.“ Sósíalistinn Sanders, sem varð gríðarlega vinsæll í aðdraganda forsetakosninganna 2016, mælist nú þriðji á meðal frambjóðenda demókrata, á eftir varaforsetanum fyrrverandi Joe Biden og þingkonunnar Warren.Kosningabarátta Sanders bað hnekki í byrjun mánaðar þegar frambjóðandinn fékk hjartaáfall. Það hefur þó ekki stöðvað hann og mun hann taka þátt í kappræðum demókrata næsta þriðjudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.