Erlent

„Warren er kapítalisti, ég er það ekki"

Andri Eysteinsson skrifar
Sanders og Warren við kappræður Demókrata í sumar.
Sanders og Warren við kappræður Demókrata í sumar. Getty/Justin Sullivan

Bandaríski öldungadeildaþingmaðurinn frá Vermont, Bernie Sanders, sem er á meðal þeirra sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á næsta ári, gagnrýndi mótherja sinn, þingkonuna Elizabeth Warren, í spjallþættinum „This Week“ á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC. AP greinir frá.

Sanders ræddi þá muninn á þeim tveimur. „Elizabeth, eins og hún hefur sagt, er kapítalisti inn við beinið. Ég er það ekki.“ Sósíalistinn Sanders, sem varð gríðarlega vinsæll í aðdraganda forsetakosninganna 2016, mælist nú þriðji á meðal frambjóðenda demókrata, á eftir varaforsetanum fyrrverandi Joe Biden og þingkonunnar Warren.

Kosningabarátta Sanders bað hnekki í byrjun mánaðar þegar frambjóðandinn fékk hjartaáfall. Það hefur þó ekki stöðvað hann og mun hann taka þátt í kappræðum demókrata næsta þriðjudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.