Lilja segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 21:00 Aftökur og loftárásir eru á meðal þess sem Tyrkir hafa stundað í innrás sinni í sýrlenskar landamæraborgir. Kallað hefur verið eftir því að íslenska landsliðið í knattspyrnu hætti við leik sinn gegn því tyrkneska, eftir að Tyrkir sýndu hernum stuðning. Menntamálaráðherra segir að ekki eigi að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum tóku níu almenna borgara af lífi í gær við sýrlenska bæinn Tal Abyad. Í dag féllu níu í loftárás Tyrkja á bæinn Ras al ain, þar á meðal fimm óbreyttir borgarar. Hafa hersveitirnar unnið land á undanförnum dögum í norðanverðu Sýrlandi. Talið er að hundruð þúsund manns hafi lagt á flótta. Tyrklandsforseti hefur heitið því að stoppa ekki fyrr en hersveitir Kúrda draga sig meira en 32 kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Var innrásin gerð eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna ákvað að draga bandarískt herlið frá svæðinu. Hefur innrásin verið gagnrýnd harðleg en Tyrkir telja sig í fullum rétti. Liðsmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu sýndu herliðinu stuðning þegar þeir fögnuðu sigurmarki gegn Albaníu að hermannasið á föstudag. Eftir leikinn birtist mynd af liðinu í búningsklefa þar sem það sást heilsa aftur að hermannasið. Á Twitter, þar sem myndin var birt, hafði verið skrifað að sigurinn væri tileinkaður hugrökkum hermönnum. Hefur evrópska knattspyrnusambandið boðað að það muni skoða framferði liðsins. Reglur UEFA banna allar vísanir í stjórnmál og trúarbrögð. Eru Tyrkir í riðli með Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Hefur verið kallað eftir því að íslenska liðið eigi að hætta við leikinn gegn Tyrkjum ytra í nóvember. Formaður KSÍ sagði við Vísi í dag að slíkt væri ekki á dagskrá. Málið væri á borði UEFA, þar sem það á heima. Lilja Alfreðsdóttir íþróttamálaráðherra segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman. „Mér finnst að við eigum ekki að blanda þessu tvennu saman. Ég er á því að íþróttir geti frekar leitt fólk saman og frekar sé hægt að eyða ágreiningi í gegnum listir, íþróttir og annað slíkt. Og mér hefur alltaf verið mjög illa við það að blanda saman íþróttum og stjórnmálum.“ Átök Kúrda og Tyrkja KSÍ Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Aftökur og loftárásir eru á meðal þess sem Tyrkir hafa stundað í innrás sinni í sýrlenskar landamæraborgir. Kallað hefur verið eftir því að íslenska landsliðið í knattspyrnu hætti við leik sinn gegn því tyrkneska, eftir að Tyrkir sýndu hernum stuðning. Menntamálaráðherra segir að ekki eigi að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum tóku níu almenna borgara af lífi í gær við sýrlenska bæinn Tal Abyad. Í dag féllu níu í loftárás Tyrkja á bæinn Ras al ain, þar á meðal fimm óbreyttir borgarar. Hafa hersveitirnar unnið land á undanförnum dögum í norðanverðu Sýrlandi. Talið er að hundruð þúsund manns hafi lagt á flótta. Tyrklandsforseti hefur heitið því að stoppa ekki fyrr en hersveitir Kúrda draga sig meira en 32 kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Var innrásin gerð eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna ákvað að draga bandarískt herlið frá svæðinu. Hefur innrásin verið gagnrýnd harðleg en Tyrkir telja sig í fullum rétti. Liðsmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu sýndu herliðinu stuðning þegar þeir fögnuðu sigurmarki gegn Albaníu að hermannasið á föstudag. Eftir leikinn birtist mynd af liðinu í búningsklefa þar sem það sást heilsa aftur að hermannasið. Á Twitter, þar sem myndin var birt, hafði verið skrifað að sigurinn væri tileinkaður hugrökkum hermönnum. Hefur evrópska knattspyrnusambandið boðað að það muni skoða framferði liðsins. Reglur UEFA banna allar vísanir í stjórnmál og trúarbrögð. Eru Tyrkir í riðli með Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Hefur verið kallað eftir því að íslenska liðið eigi að hætta við leikinn gegn Tyrkjum ytra í nóvember. Formaður KSÍ sagði við Vísi í dag að slíkt væri ekki á dagskrá. Málið væri á borði UEFA, þar sem það á heima. Lilja Alfreðsdóttir íþróttamálaráðherra segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman. „Mér finnst að við eigum ekki að blanda þessu tvennu saman. Ég er á því að íþróttir geti frekar leitt fólk saman og frekar sé hægt að eyða ágreiningi í gegnum listir, íþróttir og annað slíkt. Og mér hefur alltaf verið mjög illa við það að blanda saman íþróttum og stjórnmálum.“
Átök Kúrda og Tyrkja KSÍ Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54