„Vanhugsað“ að refsa trúfélögum fyrir mismunun gegn hinsegin fólki Sylvía Hall skrifar 13. október 2019 19:08 Buttigieg hefur vakið mikla athygli í kosningabaráttu sinni. Vísir/Getty Í pallborðsumræðum CNN um réttindi hinsegin fólks sagðist Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, að þau trúfélög sem ekki myndu ráða hinsegin fólk né veita þeim þjónustu ættu ekki að vera undanþegin skatti líkt og hefur gilt um trúfélög í Bandaríkjunum. Einn mótframbjóðenda hans, Pete Buttigieg, er ósammála þeirri nálgun. Buttigieg er eini samkynhneigði frambjóðandinn í forvali Demókrataflokksins og hefur verið opinskár með upplifun sína að vera samkynhneigður maður, bæði hafandi alist upp í íhaldssömu fylki og að hafa þjónað í hernum. Hann er þó ósammála nálgun O‘Rourke í þessum efnum og telur þetta ekki réttu leiðina til þess að standa vörð um réttindi hinsegin fólks. „Ég er sammála því að lög sem kveða á um bann við mismunun skuli gilda um allar stofnanir, en sú hugmynd að kirkjur verði ekki undanþegnar skatti ef þau hafa ekki fundið það í sér að leggja blessun sína yfir samkynja hjónabönd – ég held hann hafi ekki áttað sig á hvað felst í því sem hann er að leggja til,“ sagði Buttigieg í viðtali við CNN. Hann segir slíkar aðgerðir vera hálfgerða stríðsyfirlýsingu, ekki einungis gegn kirkjum heldur moskum og öðrum stofnunum sem hafi ekki sömu lífskoðanir. Vegna aðskilnaðar ríkis og trúfélaga myndu slíkar aðgerðir ekki einungis beinast gegn kirkjunni. Þrátt fyrir þetta styður Buttigieg lagasetningu sem bannar mismunun gegn hinsegin fólki innan skóla og annarra stofnanna. Hann telur þó slíkt ekki vænlegt til árangurs hjá trúfélögum. „Ég held að það muni einungis breikka gjánna sem er nú þegar til staðar, á sama tíma og við erum að sjá fleiri og fleiri færast í rétta átt hvað varðar réttindi hinsegin fólks vegna samkenndar og ástvina sinna, sem skiptir mig augljóslega gífurlega miklu máli. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Í pallborðsumræðum CNN um réttindi hinsegin fólks sagðist Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, að þau trúfélög sem ekki myndu ráða hinsegin fólk né veita þeim þjónustu ættu ekki að vera undanþegin skatti líkt og hefur gilt um trúfélög í Bandaríkjunum. Einn mótframbjóðenda hans, Pete Buttigieg, er ósammála þeirri nálgun. Buttigieg er eini samkynhneigði frambjóðandinn í forvali Demókrataflokksins og hefur verið opinskár með upplifun sína að vera samkynhneigður maður, bæði hafandi alist upp í íhaldssömu fylki og að hafa þjónað í hernum. Hann er þó ósammála nálgun O‘Rourke í þessum efnum og telur þetta ekki réttu leiðina til þess að standa vörð um réttindi hinsegin fólks. „Ég er sammála því að lög sem kveða á um bann við mismunun skuli gilda um allar stofnanir, en sú hugmynd að kirkjur verði ekki undanþegnar skatti ef þau hafa ekki fundið það í sér að leggja blessun sína yfir samkynja hjónabönd – ég held hann hafi ekki áttað sig á hvað felst í því sem hann er að leggja til,“ sagði Buttigieg í viðtali við CNN. Hann segir slíkar aðgerðir vera hálfgerða stríðsyfirlýsingu, ekki einungis gegn kirkjum heldur moskum og öðrum stofnunum sem hafi ekki sömu lífskoðanir. Vegna aðskilnaðar ríkis og trúfélaga myndu slíkar aðgerðir ekki einungis beinast gegn kirkjunni. Þrátt fyrir þetta styður Buttigieg lagasetningu sem bannar mismunun gegn hinsegin fólki innan skóla og annarra stofnanna. Hann telur þó slíkt ekki vænlegt til árangurs hjá trúfélögum. „Ég held að það muni einungis breikka gjánna sem er nú þegar til staðar, á sama tíma og við erum að sjá fleiri og fleiri færast í rétta átt hvað varðar réttindi hinsegin fólks vegna samkenndar og ástvina sinna, sem skiptir mig augljóslega gífurlega miklu máli.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira