„Vanhugsað“ að refsa trúfélögum fyrir mismunun gegn hinsegin fólki Sylvía Hall skrifar 13. október 2019 19:08 Buttigieg hefur vakið mikla athygli í kosningabaráttu sinni. Vísir/Getty Í pallborðsumræðum CNN um réttindi hinsegin fólks sagðist Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, að þau trúfélög sem ekki myndu ráða hinsegin fólk né veita þeim þjónustu ættu ekki að vera undanþegin skatti líkt og hefur gilt um trúfélög í Bandaríkjunum. Einn mótframbjóðenda hans, Pete Buttigieg, er ósammála þeirri nálgun. Buttigieg er eini samkynhneigði frambjóðandinn í forvali Demókrataflokksins og hefur verið opinskár með upplifun sína að vera samkynhneigður maður, bæði hafandi alist upp í íhaldssömu fylki og að hafa þjónað í hernum. Hann er þó ósammála nálgun O‘Rourke í þessum efnum og telur þetta ekki réttu leiðina til þess að standa vörð um réttindi hinsegin fólks. „Ég er sammála því að lög sem kveða á um bann við mismunun skuli gilda um allar stofnanir, en sú hugmynd að kirkjur verði ekki undanþegnar skatti ef þau hafa ekki fundið það í sér að leggja blessun sína yfir samkynja hjónabönd – ég held hann hafi ekki áttað sig á hvað felst í því sem hann er að leggja til,“ sagði Buttigieg í viðtali við CNN. Hann segir slíkar aðgerðir vera hálfgerða stríðsyfirlýsingu, ekki einungis gegn kirkjum heldur moskum og öðrum stofnunum sem hafi ekki sömu lífskoðanir. Vegna aðskilnaðar ríkis og trúfélaga myndu slíkar aðgerðir ekki einungis beinast gegn kirkjunni. Þrátt fyrir þetta styður Buttigieg lagasetningu sem bannar mismunun gegn hinsegin fólki innan skóla og annarra stofnanna. Hann telur þó slíkt ekki vænlegt til árangurs hjá trúfélögum. „Ég held að það muni einungis breikka gjánna sem er nú þegar til staðar, á sama tíma og við erum að sjá fleiri og fleiri færast í rétta átt hvað varðar réttindi hinsegin fólks vegna samkenndar og ástvina sinna, sem skiptir mig augljóslega gífurlega miklu máli. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Í pallborðsumræðum CNN um réttindi hinsegin fólks sagðist Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, að þau trúfélög sem ekki myndu ráða hinsegin fólk né veita þeim þjónustu ættu ekki að vera undanþegin skatti líkt og hefur gilt um trúfélög í Bandaríkjunum. Einn mótframbjóðenda hans, Pete Buttigieg, er ósammála þeirri nálgun. Buttigieg er eini samkynhneigði frambjóðandinn í forvali Demókrataflokksins og hefur verið opinskár með upplifun sína að vera samkynhneigður maður, bæði hafandi alist upp í íhaldssömu fylki og að hafa þjónað í hernum. Hann er þó ósammála nálgun O‘Rourke í þessum efnum og telur þetta ekki réttu leiðina til þess að standa vörð um réttindi hinsegin fólks. „Ég er sammála því að lög sem kveða á um bann við mismunun skuli gilda um allar stofnanir, en sú hugmynd að kirkjur verði ekki undanþegnar skatti ef þau hafa ekki fundið það í sér að leggja blessun sína yfir samkynja hjónabönd – ég held hann hafi ekki áttað sig á hvað felst í því sem hann er að leggja til,“ sagði Buttigieg í viðtali við CNN. Hann segir slíkar aðgerðir vera hálfgerða stríðsyfirlýsingu, ekki einungis gegn kirkjum heldur moskum og öðrum stofnunum sem hafi ekki sömu lífskoðanir. Vegna aðskilnaðar ríkis og trúfélaga myndu slíkar aðgerðir ekki einungis beinast gegn kirkjunni. Þrátt fyrir þetta styður Buttigieg lagasetningu sem bannar mismunun gegn hinsegin fólki innan skóla og annarra stofnanna. Hann telur þó slíkt ekki vænlegt til árangurs hjá trúfélögum. „Ég held að það muni einungis breikka gjánna sem er nú þegar til staðar, á sama tíma og við erum að sjá fleiri og fleiri færast í rétta átt hvað varðar réttindi hinsegin fólks vegna samkenndar og ástvina sinna, sem skiptir mig augljóslega gífurlega miklu máli.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira