Erlent

Enn ein sprengingin á Amager

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir að um átök í gengjastríði í borginni sé að ræða.
Lögregla segir að um átök í gengjastríði í borginni sé að ræða. Getty

Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni.

Lögregla segir að um átök í gengjastríði í borginni sé að ræða en á þessu ári hafa fjórtán slíkar sprengingar orðið, sem hefur orsakað að Danir ætla að taka upp landamæraeftirlit á landamærunum að Svíþjóð. Talið er að sprengiefnin berist þaðan.

Sprengjan sprakk um klukkan þrjú í nótt að dönskum tíma.

Engan sakaði í árásinni en Amagerbrogade var lokað í nokkrar klukkustundir í nótt. Hún hefur verið opnuð að nýju.

Átökin eru sögð á milli tveggja gengja, annað þeirra starfar á Norrebro en hitt í Hundige-hverfinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.