Fótbolti

Dró sig úr landsliðinu vegna veikinda en fór svo á spilavíti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
James Maddison.
James Maddison. vísir/getty
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segist vita nánast allt um leikmenn sína og það kom honum því líklega ekki á óvart er hann sá mynd af James Maddison í spilavíti á föstudaginn. Þá átti kappinn að vera veikur.Enska landsliðið var að spila gegn Tékkum í undankeppni EM síðasta föstudag. Maddison, sem spilar með Leicester, gat ekki spilað vegna veikinda en var samt gómaður í spilavíti sama kvöld.„Þetta fylgir starfinu. Það er vel fylgst með þessum strákum. Ef leikmaður er ekki lengur í hópnum þá er honum frjálst að gera það sem hann vill,“ sagði Southgate.„James hefur líklega lært að ef þú ert kominn í enska landsliðshópinn þá er enn meiri áhugi á þér og meira fjallað um þitt einkalíf.“Southgate vildi ekki tjá sig sérstaklega um mál Maddison þó svo það líti ekkert allt of vel út fyrir leikmanninn.„Ég veit nánast allt um mína leikmenn. Ég horfi á hverja mínútu sem þeir spila og tala við stjórana þeirra. Það fer því fátt fram hjá mér.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.