Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 1. mars 2017 19:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. Málflutningur fór fram í Hæstarétti í dag en saksóknari fer fram á 12 ára fangelsi yfir mönnunum. Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands í mars í fyrra af ákæru um að hafa veitt fanga áverka á Litla-Hrauni árið 2012 sem leiddu til dauða hans. Dómurinn taldi ekki loku fyrir það skotið að aðrir en ákærðu hefðu haft möguleika á því að veita fanganum þá áverka sem drógu hann til dauða og þá væri ekki hægt að útiloka að fall í klefanum hefði orsakað áverka á líkama hans. Málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í dag. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, eyddi stærstum hluta af sinni ræðu í að útiloka aðrar dánarorsakir hins látna en þá að ákærðu hefðu gengið í skrokk á honum. Hann sagði fyrrgreindan vafa Héraðsdóms í málinu vera fráleitan. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Þar kæmi tvennt til greina – fall á klósett eða stól. Sú skoðun hefði leitt í ljós að útilokað væri að það hefði orsakað áverkana. Orsökin hefði verið högg á kvið – annað hvort með hnefa eða hné og þar kæmu engir aðrir til greina en ákærðu. Þá fór hann fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Verjendur þeirra fóru fram á að dómur Héraðsdóms um sýknu yrði staðfestur. Báðir töldu þeir ýmislegt koma til greina sem dánarorsök, til að mynda lyfjanotkun og hjartagalla. Innri áverkar hefðu verið vegna endurlífgunartilrauna sem stóð yfir í um 50 mínútur. Þeir sögðu engin merki um átök eða ofbeldi. Þá ítrekuðu þeir að ekkert mar hefði verið á líkama hins látna. Verjandi Annþórs sagði málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á vangaveltum og engu öðru en verjandi Barkar sagði háskalegt að reisa sakfellingu á gögnum málsins. Dómur Hæstaréttar verður kveðinn upp á næstu vikum. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. Málflutningur fór fram í Hæstarétti í dag en saksóknari fer fram á 12 ára fangelsi yfir mönnunum. Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands í mars í fyrra af ákæru um að hafa veitt fanga áverka á Litla-Hrauni árið 2012 sem leiddu til dauða hans. Dómurinn taldi ekki loku fyrir það skotið að aðrir en ákærðu hefðu haft möguleika á því að veita fanganum þá áverka sem drógu hann til dauða og þá væri ekki hægt að útiloka að fall í klefanum hefði orsakað áverka á líkama hans. Málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í dag. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, eyddi stærstum hluta af sinni ræðu í að útiloka aðrar dánarorsakir hins látna en þá að ákærðu hefðu gengið í skrokk á honum. Hann sagði fyrrgreindan vafa Héraðsdóms í málinu vera fráleitan. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Þar kæmi tvennt til greina – fall á klósett eða stól. Sú skoðun hefði leitt í ljós að útilokað væri að það hefði orsakað áverkana. Orsökin hefði verið högg á kvið – annað hvort með hnefa eða hné og þar kæmu engir aðrir til greina en ákærðu. Þá fór hann fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Verjendur þeirra fóru fram á að dómur Héraðsdóms um sýknu yrði staðfestur. Báðir töldu þeir ýmislegt koma til greina sem dánarorsök, til að mynda lyfjanotkun og hjartagalla. Innri áverkar hefðu verið vegna endurlífgunartilrauna sem stóð yfir í um 50 mínútur. Þeir sögðu engin merki um átök eða ofbeldi. Þá ítrekuðu þeir að ekkert mar hefði verið á líkama hins látna. Verjandi Annþórs sagði málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á vangaveltum og engu öðru en verjandi Barkar sagði háskalegt að reisa sakfellingu á gögnum málsins. Dómur Hæstaréttar verður kveðinn upp á næstu vikum.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira