Innlent

Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fertugsaldri var á laugardag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald, eða til 18. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lögregla gerði kröfuna á grundvelli rannsóknarhagsmuna en maðurinn er grunaður um kynferðisbrot. 

Maðurinn var handtekinn í heimahúsi í umdæminu um helgina eftir að tilkynning barst um málið.

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði er heitið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.