Innlent

Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Vísir/Vilhelm
Karlmaður á fertugsaldri var á laugardag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald, eða til 18. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögregla gerði kröfuna á grundvelli rannsóknarhagsmuna en maðurinn er grunaður um kynferðisbrot. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi í umdæminu um helgina eftir að tilkynning barst um málið.Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði er heitið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.