Fótbolti

Þú lærir meira á því að tapa stórt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenska U21 landsliðið í fótbolta mætir Írlandi í undankeppni EM á morgun. Liðið fékk skell í síðasta leik gegn Svíþjóð.

Tapið gegn Svíþjóð var fyrsta tap Íslands í riðlinum en fyrsti sigur Svía.

„Gamla Svíagrýlan kom aftur. Við byrjuðum ágætlega og áttum tvö mjög góð færi á fyrstu fimm mínútunum. En svo lendum við undir og við misstum svolítið lappirnar eftir það,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Það er hægt að læra meira af þeim leikjum sem þú tapar en þeim sem þú vinnur.“

„Á móti erfiðum andstæðingi, Írum, þá ætlum við okkur úrslit.“

Írland er á toppi riðilsins með 10 stig, Ítalir eru með sjö stig í öðru sæti og Ísland í því þriðja með sex. Írland hefur leikið leik meira en Ítalía og Ísland.

Leikur Írlands og Íslands er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsending klukkan 14:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×