Fótbolti

Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson fagnar öðru markinu.
Kolbeinn Sigþórsson fagnar öðru markinu. vísir/vilhelm

Ísland vann skyldusigur á Andorra, 2-0, er liðin mættust á Laugardalsvelli í kvöld.

Arnór Sigurðsson skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleiknum og Ísland var 1-0 yfir er liðin gengu til búningsherbergja.

Í síðari hálfleik tvöfaldaði Kolbeinn Sigþórsson forystuna er hann jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.

Lokatölur 2-0 en á sama tíma gerðu Frakkar og Tyrkir jafntefli sem gera það að verkum að Ísland getur ekki lengur treyst bara á úrslit úr sínum leikjum.

Twitter var vel á lífi í kvöld og hér má sjá brot af því besta.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.