Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2019 16:23 Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. Þórgnýr Dýrfjörð Þegar Akureyrarstofa og Akureyrarbær greindu frá því í upphafi mánaðarins að stefnt væri að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús Matthíasar Jochumssonar, spunnust heitar umræður á meðal bæjarbúa norðan heiða. Ljóst var að fjölmargir bera taugar þjóðskáldsins og hússins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. Starfsmönnum Akureyrarstofu hefur verið falið að kanna hvort þar sé um raunhæfa kosti að ræða. Sjá nánar: Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar „Á Akureyri eru einnig rekin skáldahús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Nonnahús Jóns Sveinssonar. Um margra ára skeið hefur Akureyrarbær bent á það óréttlæti að ríkið veiti rekstri skáldahúsanna á Akureyri engan fjárstuðning, ólíkt öðrum skáldahúsum t.d. Skriðuklaustri, Snorrastofu, Gljúfrasteini og Þórbergssetri. Þess má geta að Akureyrarbær á fleiri sögufræg hús að auki: Samkomuhúsið, Gamla spítala, Laxdalshús, Friðbjarnarhús og Hús Hákarla Jörundar og Ölduhús sem bæði eru í Hrísey,“ segir Hilda Jana. Hilda Jana Gísladóttir segir að ósanngjarnt sé að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Akureyrarstofa hafi í samráði við Minjasafnið á Akureyri ákveðið að forgangsraða verkefnum skáldahúsa bæjarins og einbeita sér að því að skapa líf í Nonnahúsi og í Davíðshúsi. Sigurhæðir hafi ekki verið rekið sem skáldahús síðan haustið 2016 og staðið autt frá miðju ári 2017. Bæjaryfirvöld töldu fullreynt að fá fjármagn frá ríkinu til að reka Sigurhæðir sem skáldahús auk þess sem ekki hafi gengið að finna húsinu annað hlutverk. Hilda Jana segir að því hafi bæjaryfirvöld talið rétt að kanna hvort húsinu væri betur borgið með því að selja það. „Húsið sjálft væri áfram friðað á sínum stað, en í eigu annarra gæti kviknað þar líf, enda dapurlegt ef húsið stæði tómt í mörg ár til viðbótar.“ Hilda Jana segir að besti kosturinn í stöðunni væri að mennta- og menningarmálaráðuneytið myndi veita Akureyrarbæ fjárveitingu til að reka skáldahúsið. „Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Það myndi engum detta í hug að skattgreiðendur í Mosfellsbæ ættu einir að reka Gljúfrastein til minningar um nóbelskáldið Halldór Laxness, hvers vegna á það sama ekki við hér á Akureyri?“ spyr Hilda Jana Gísladóttir. Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Þegar Akureyrarstofa og Akureyrarbær greindu frá því í upphafi mánaðarins að stefnt væri að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús Matthíasar Jochumssonar, spunnust heitar umræður á meðal bæjarbúa norðan heiða. Ljóst var að fjölmargir bera taugar þjóðskáldsins og hússins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. Starfsmönnum Akureyrarstofu hefur verið falið að kanna hvort þar sé um raunhæfa kosti að ræða. Sjá nánar: Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar „Á Akureyri eru einnig rekin skáldahús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Nonnahús Jóns Sveinssonar. Um margra ára skeið hefur Akureyrarbær bent á það óréttlæti að ríkið veiti rekstri skáldahúsanna á Akureyri engan fjárstuðning, ólíkt öðrum skáldahúsum t.d. Skriðuklaustri, Snorrastofu, Gljúfrasteini og Þórbergssetri. Þess má geta að Akureyrarbær á fleiri sögufræg hús að auki: Samkomuhúsið, Gamla spítala, Laxdalshús, Friðbjarnarhús og Hús Hákarla Jörundar og Ölduhús sem bæði eru í Hrísey,“ segir Hilda Jana. Hilda Jana Gísladóttir segir að ósanngjarnt sé að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Akureyrarstofa hafi í samráði við Minjasafnið á Akureyri ákveðið að forgangsraða verkefnum skáldahúsa bæjarins og einbeita sér að því að skapa líf í Nonnahúsi og í Davíðshúsi. Sigurhæðir hafi ekki verið rekið sem skáldahús síðan haustið 2016 og staðið autt frá miðju ári 2017. Bæjaryfirvöld töldu fullreynt að fá fjármagn frá ríkinu til að reka Sigurhæðir sem skáldahús auk þess sem ekki hafi gengið að finna húsinu annað hlutverk. Hilda Jana segir að því hafi bæjaryfirvöld talið rétt að kanna hvort húsinu væri betur borgið með því að selja það. „Húsið sjálft væri áfram friðað á sínum stað, en í eigu annarra gæti kviknað þar líf, enda dapurlegt ef húsið stæði tómt í mörg ár til viðbótar.“ Hilda Jana segir að besti kosturinn í stöðunni væri að mennta- og menningarmálaráðuneytið myndi veita Akureyrarbæ fjárveitingu til að reka skáldahúsið. „Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Það myndi engum detta í hug að skattgreiðendur í Mosfellsbæ ættu einir að reka Gljúfrastein til minningar um nóbelskáldið Halldór Laxness, hvers vegna á það sama ekki við hér á Akureyri?“ spyr Hilda Jana Gísladóttir.
Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira