Erlent

Viðgerðir á Notre Dame þokast áfram

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessir vinnupallar bráðnuðu í eldsvoðanum.
Þessir vinnupallar bráðnuðu í eldsvoðanum. AP/Michel Euler
Til stendur að fjarlægja brátt þá vinnupalla sem bráðnuðu og festust við kirkjuna Notre Dame í París þegar hún brann í apríl síðastliðnum. Þetta sagði Franck Riester, menningarmálaráðherra Frakklands, í dag.Hann gat hins vegar ekki lofað því að viðgerðum yrði lokið innan fimm ára, líkt og Frakklandsforseti hafði sagt markmiðið.Til þessa hefur 37 milljónum evra verið varið í verkefnið og er áformað að heildarkostnaðurinn verði 85 milljónir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.