Erlent

Viðgerðir á Notre Dame þokast áfram

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessir vinnupallar bráðnuðu í eldsvoðanum.
Þessir vinnupallar bráðnuðu í eldsvoðanum. AP/Michel Euler

Til stendur að fjarlægja brátt þá vinnupalla sem bráðnuðu og festust við kirkjuna Notre Dame í París þegar hún brann í apríl síðastliðnum. Þetta sagði Franck Riester, menningarmálaráðherra Frakklands, í dag.

Hann gat hins vegar ekki lofað því að viðgerðum yrði lokið innan fimm ára, líkt og Frakklandsforseti hafði sagt markmiðið.

Til þessa hefur 37 milljónum evra verið varið í verkefnið og er áformað að heildarkostnaðurinn verði 85 milljónir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.