Fótbolti

Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Teemu Pukki (fyrir miðju) skoraði tvívegis fyrir Finna í dag
Teemu Pukki (fyrir miðju) skoraði tvívegis fyrir Finna í dag Vísir/Getty

Finnland fékk Armeníu í heimsókn í undankeppni EM 2020 í fyrsta leik J-riðils í dag. Leiknum lauk með öruggum 3-0 sigri Finna.

Sigurinn var í raun aldrei í hættu en Fredrik Jensen kom Finnum í 1-0 eftir rúman hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik. 

Í þeim síðari skoraði Teemu Pukki, framherji Norwich City í ensku úrvalsdeildinni, tvívegis og lokatölur því 3-0 í öruggum sigri Finnlands. 

Sigurinn þýðir að Finnar eru nú í 2. sæti með 15 stig, sex stigum á eftir Ítölum sem sita á toppnum með 21 stig og leik til góða. Á eftir Finnum koma svo Armenar og Bosnía Hersegóvína en síðarnefnda liðið á leik til góða gegn Grikkjum síðar í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.