Fótbolti

Kristall Máni spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði FCK: Bendtner skoraði tvö

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bendtner fagnar ásamt Pep Biel.
Bendtner fagnar ásamt Pep Biel. fck/twitter
Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK í gær er hann spilaði í varaliðsdeildinni gegn grönnunum í Bröndby.Kristall Máni gekk í raðir FCK í byrjun síðasta árs en hann er fæddur árið 2002. Hann var í leikmannahóp liðsins gegn Bröndby í varaliðsdeildinni í Danmörku og kom inná á 60. mínútu.FCK vann leikinn 4-1 en margir ungir leikmenn fengu tækifæri. Þar á meðal Kristall en hann hefur verið að spila með U19-ára liði félagsins.Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk í leiknum en hann gekk á ný í raðir FCK undir lok félagaskiptagluggans.Hann hefur enn ekki náð að skora í dönsku úrvalsdeildinni en skoraði hins vegar tvö mörk í leiknum í gær.Mörkin hans Bendtner má sjá hér að neðan.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.