Fótbolti

Kristall Máni spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði FCK: Bendtner skoraði tvö

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bendtner fagnar ásamt Pep Biel.
Bendtner fagnar ásamt Pep Biel. fck/twitter

Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK í gær er hann spilaði í varaliðsdeildinni gegn grönnunum í Bröndby.

Kristall Máni gekk í raðir FCK í byrjun síðasta árs en hann er fæddur árið 2002. Hann var í leikmannahóp liðsins gegn Bröndby í varaliðsdeildinni í Danmörku og kom inná á 60. mínútu.

FCK vann leikinn 4-1 en margir ungir leikmenn fengu tækifæri. Þar á meðal Kristall en hann hefur verið að spila með U19-ára liði félagsins.

Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk í leiknum en hann gekk á ný í raðir FCK undir lok félagaskiptagluggans.

Hann hefur enn ekki náð að skora í dönsku úrvalsdeildinni en skoraði hins vegar tvö mörk í leiknum í gær.

Mörkin hans Bendtner má sjá hér að neðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.