Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 13:30 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að annir í þinginu hafi ekki verið þess eðlis að hann teldi tilefni til að kalla inn varamann. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, er varamaður Ólafs. Vísir/samsett Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. Ólafur var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu kosningum en gekk í raðir Miðflokksins eftir að honum var vikið úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða. Það þýðir að varamaður Ólafs er Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi úr Flokki fólksins.DV greinir fyrst frá en í samtali við Vísi segir Ólafur að veikindin hafi borið brátt að. Hann hafi verið lagður inn á spítala 23. september og honum hafi verið ráðlagt af læknum að fara í veikindaleyfi. Hann hafi aftur á móti ekki talið tilefni til að kalla inn varamann. „Það eru ekki þannig annir á Alþingi um þetta leyti að ég sæi neina ástæðu til þess,“ segir Ólafur sem nú er mættur aftur til starfa. Hann segir þó að skrifstofa þingsins hafi verið upplýst um stöðuna eftir að hann var lagður inn. Hann kveðst telja að aðal tilefnið til að kalla inn varamenn sé þegar það eru miklar starfsannir í þinginu og mikilvægar atkvæðagreiðslur. Þá segist hann jafnframt hafa viljað sýna gott fordæmi með tilliti til sparnaðar í opinberum fjármálum enda sé kostnaðarsamt að kalla inn varaþingmenn. „Það hefur verið hvatt til þess af hálfu yfirstjórnar þingsins að menn væru ekki að kalla inn varamenn að óþörfu,“ segir Ólafur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki verið kunnugt um það fyrr en nýlega að Ólafur hafi glímt við veikindi. Ólafur hafi ekki tilkynnt honum sjálfum sérstaklega um það þótt hann hafi verið talsvert fjarverandi. Steingrímur segir að engin sérstök tímamörk séu fyrir hendi um það hversu lengi þingmenn geti verið fjarverandi án þess að fara í veikindaleyfi eða kalli inn varamann. Í sjálfu sér sé það undir viðkomandi þingmanni og þingflokki hans komið að taka ákvörðun um það. Séu menn lengi í burtu geti það kallað á meiri vinnu fyrir aðra í þingflokknum. „Það er óvenjulegt að það sé mjög lengi og algengara, ef menn eru veikir í langan tíma, er að vara í veikindaleyfi,“ segir Steingrímur, sem að öðru leyti kveðst lítið hafa að segja um tilfelli Ólafs Ísleifssonar. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. Ólafur var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu kosningum en gekk í raðir Miðflokksins eftir að honum var vikið úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða. Það þýðir að varamaður Ólafs er Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi úr Flokki fólksins.DV greinir fyrst frá en í samtali við Vísi segir Ólafur að veikindin hafi borið brátt að. Hann hafi verið lagður inn á spítala 23. september og honum hafi verið ráðlagt af læknum að fara í veikindaleyfi. Hann hafi aftur á móti ekki talið tilefni til að kalla inn varamann. „Það eru ekki þannig annir á Alþingi um þetta leyti að ég sæi neina ástæðu til þess,“ segir Ólafur sem nú er mættur aftur til starfa. Hann segir þó að skrifstofa þingsins hafi verið upplýst um stöðuna eftir að hann var lagður inn. Hann kveðst telja að aðal tilefnið til að kalla inn varamenn sé þegar það eru miklar starfsannir í þinginu og mikilvægar atkvæðagreiðslur. Þá segist hann jafnframt hafa viljað sýna gott fordæmi með tilliti til sparnaðar í opinberum fjármálum enda sé kostnaðarsamt að kalla inn varaþingmenn. „Það hefur verið hvatt til þess af hálfu yfirstjórnar þingsins að menn væru ekki að kalla inn varamenn að óþörfu,“ segir Ólafur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki verið kunnugt um það fyrr en nýlega að Ólafur hafi glímt við veikindi. Ólafur hafi ekki tilkynnt honum sjálfum sérstaklega um það þótt hann hafi verið talsvert fjarverandi. Steingrímur segir að engin sérstök tímamörk séu fyrir hendi um það hversu lengi þingmenn geti verið fjarverandi án þess að fara í veikindaleyfi eða kalli inn varamann. Í sjálfu sér sé það undir viðkomandi þingmanni og þingflokki hans komið að taka ákvörðun um það. Séu menn lengi í burtu geti það kallað á meiri vinnu fyrir aðra í þingflokknum. „Það er óvenjulegt að það sé mjög lengi og algengara, ef menn eru veikir í langan tíma, er að vara í veikindaleyfi,“ segir Steingrímur, sem að öðru leyti kveðst lítið hafa að segja um tilfelli Ólafs Ísleifssonar.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira