Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2019 18:30 Sveinn Guðmundsson er formaður stjórnar SÍBS. Vísir Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. Birgir var forstjóri og Magnús framkvæmdastjóri lækninga. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu sem það sendi frá sér eftir félagsfund í dag. Þar segir jafnframt að háttsemin hafi markast af hroka og virðingarleysi gagnvart einstaklingum og skilningsleysi á mikilvægi þeirrar starfsemi sem fram fer á Reykjalundi. „Fjarlægð og áhugaleysi forsvarsmanna SÍBS gagnvart starfseminni hefur verið viðvarandi um langt skeið, m.a. vegna viðhorfa sem snúast meira um fjármuni en gæði og mikilvægi þjónustunnar. Það litla traust sem fyrir var á stjórn SÍBS er að engu orðið í kjölfar þessara atburða,“ segir í ályktuninni.Fjórir læknar sagt upp Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar eftir að þeim Birgi og Magnúsi var sagt upp. Þannig hafa alls fjórir læknar í fullu starfi sagt upp að því er fram kemur á vef RÚV og taka allar uppsagnirnar, nema ein, gildi um næstu mánaðamót. Þegar fullmannað er á Reykjalundi starfa þar um tólf fastráðnir læknar og því ljóst að uppsagnirnar koma illa við starfsemina. Í gær var tilkynnt um að Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar, tæki tímabundið við starfi forstjóra. Þá hefur Ólafur Þór Ævarsson verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra lækninga. Í ályktun Félags íslenskra endurhæfingarlækna segir að það veki furðu „að í auglýsingu um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi var ekki gerð krafa um að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í endurhæfingarlækningum. Framkvæmdastjóri lækninga ber faglega ábyrgð á læknisfræðilegri endurhæfingu og er því með miklum ólíkindum að á stofnun sem er stærsta endurhæfingarstofnun landsins sé ekki gerð krafa um sérfræðimenntun í endurhæfingarlækningum.“ Þá kemur fram að félagið telji áhugamannafélög og sjúklingasamtök ekki til þess fallin að stýra heilbrigðisstofnun sem veiti þjónustu sem greidd sé af almannafé. „Háttalag stjórnar SÍBS styður þá skoðun og setur í uppnám áratuga faglegt uppbyggingarstarf á Reykjalundi. Jafnframt vill félagið benda á nýlegt dæmi frá Heilsustofnun NLFÍ þar sem lækni, sem gegndi starfi yfirlæknis og framkvæmdastjóra, var sagt upp fyrirvaralaust vegna ábendinga hans um óeðlilega ráðstöfun fjármuna stofnunar sem nýtur framlags úr ríkissjóði. Hér er um að ræða mikilvæg hagsmunamál almennings sem koma verður í betri farveg. Félagið hefur verulegar áhyggjur af framtíð endurhæfingarlækninga á Íslandi. Mikill skortur er á endurhæfingarlæknum og ef flótti verður frá stærstu endurhæfingarstofnun landsins mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þróun endurhæfingarþjónustu á Íslandi.“ Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Segir nýja stjórnendur Reykjalundar skorta menntun og reynslu í endurhæfingu Meðferð sjúklinga var stefnt í hættu með fyrirvaralausri uppsögn framkvæmdastjóra lækninga við Reykjalund segir formaður læknaráðs stofnunarinnar. Málið var tilkynnt til Landlæknis. Hún ber hvorki traust til stjórnar né nýrra stjórnenda. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga sakar stjórnarformann um rangfærslur 15. október 2019 19:45 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Segir arftaka Birgis og Magnúsar ekki njóta sinnar virðingar Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. 15. október 2019 13:59 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. Birgir var forstjóri og Magnús framkvæmdastjóri lækninga. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu sem það sendi frá sér eftir félagsfund í dag. Þar segir jafnframt að háttsemin hafi markast af hroka og virðingarleysi gagnvart einstaklingum og skilningsleysi á mikilvægi þeirrar starfsemi sem fram fer á Reykjalundi. „Fjarlægð og áhugaleysi forsvarsmanna SÍBS gagnvart starfseminni hefur verið viðvarandi um langt skeið, m.a. vegna viðhorfa sem snúast meira um fjármuni en gæði og mikilvægi þjónustunnar. Það litla traust sem fyrir var á stjórn SÍBS er að engu orðið í kjölfar þessara atburða,“ segir í ályktuninni.Fjórir læknar sagt upp Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar eftir að þeim Birgi og Magnúsi var sagt upp. Þannig hafa alls fjórir læknar í fullu starfi sagt upp að því er fram kemur á vef RÚV og taka allar uppsagnirnar, nema ein, gildi um næstu mánaðamót. Þegar fullmannað er á Reykjalundi starfa þar um tólf fastráðnir læknar og því ljóst að uppsagnirnar koma illa við starfsemina. Í gær var tilkynnt um að Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar, tæki tímabundið við starfi forstjóra. Þá hefur Ólafur Þór Ævarsson verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra lækninga. Í ályktun Félags íslenskra endurhæfingarlækna segir að það veki furðu „að í auglýsingu um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi var ekki gerð krafa um að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í endurhæfingarlækningum. Framkvæmdastjóri lækninga ber faglega ábyrgð á læknisfræðilegri endurhæfingu og er því með miklum ólíkindum að á stofnun sem er stærsta endurhæfingarstofnun landsins sé ekki gerð krafa um sérfræðimenntun í endurhæfingarlækningum.“ Þá kemur fram að félagið telji áhugamannafélög og sjúklingasamtök ekki til þess fallin að stýra heilbrigðisstofnun sem veiti þjónustu sem greidd sé af almannafé. „Háttalag stjórnar SÍBS styður þá skoðun og setur í uppnám áratuga faglegt uppbyggingarstarf á Reykjalundi. Jafnframt vill félagið benda á nýlegt dæmi frá Heilsustofnun NLFÍ þar sem lækni, sem gegndi starfi yfirlæknis og framkvæmdastjóra, var sagt upp fyrirvaralaust vegna ábendinga hans um óeðlilega ráðstöfun fjármuna stofnunar sem nýtur framlags úr ríkissjóði. Hér er um að ræða mikilvæg hagsmunamál almennings sem koma verður í betri farveg. Félagið hefur verulegar áhyggjur af framtíð endurhæfingarlækninga á Íslandi. Mikill skortur er á endurhæfingarlæknum og ef flótti verður frá stærstu endurhæfingarstofnun landsins mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þróun endurhæfingarþjónustu á Íslandi.“
Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Segir nýja stjórnendur Reykjalundar skorta menntun og reynslu í endurhæfingu Meðferð sjúklinga var stefnt í hættu með fyrirvaralausri uppsögn framkvæmdastjóra lækninga við Reykjalund segir formaður læknaráðs stofnunarinnar. Málið var tilkynnt til Landlæknis. Hún ber hvorki traust til stjórnar né nýrra stjórnenda. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga sakar stjórnarformann um rangfærslur 15. október 2019 19:45 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Segir arftaka Birgis og Magnúsar ekki njóta sinnar virðingar Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. 15. október 2019 13:59 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Segir nýja stjórnendur Reykjalundar skorta menntun og reynslu í endurhæfingu Meðferð sjúklinga var stefnt í hættu með fyrirvaralausri uppsögn framkvæmdastjóra lækninga við Reykjalund segir formaður læknaráðs stofnunarinnar. Málið var tilkynnt til Landlæknis. Hún ber hvorki traust til stjórnar né nýrra stjórnenda. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga sakar stjórnarformann um rangfærslur 15. október 2019 19:45
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Segir arftaka Birgis og Magnúsar ekki njóta sinnar virðingar Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. 15. október 2019 13:59