Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2019 12:27 Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og stofnandi Streituskólans. Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. Stöðunefnd Embættis landlæknis hefur metið Ólaf hæfan til starfsins segir í tilkynningu frá SÍBS sem Reykjalundur heyrir undir. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu í dag. Þar var ný framkvæmdastjórn kynnt til sögunnar fyrir starfsfólki sem reyndar mætti fæst á fundinn. Um 200 manns starfa á Reykjalundi, ýmist í fullu starfi eða hlutastörfum, en fréttamaður Vísis á staðnum segir líklega tíu til tuttugu starfsmenn hafa mætt á fundinn.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag.Vísir/SigurjónMikil ólga hefur verið á Reykjalundi undanfarið eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar forstjóra um mánaðamótin og uppsögn Magnúsar Ólasonar sem gegnt hafði stöðu framkvæmdastjóra lækninga í lengri tíma. „Fréttir um starfslokin sköpuðu mikla reiði og sorg meðal starfsmanna Reykjalundar í ljósi langs starfsaldurs og mikilsverðs framlags þessara tveggja einstaklinga til starfseminnar í gegnum árin. Ljóst er að betur hefði mátt takast til við þær aðgerðir og með því koma í veg fyrir þann óróa sem þær sköpuðu. Stjórn SÍBS vill nota þetta tækifæri og biðja hlutaðeigandi velvirðingar á því hvernig málin þróuðust,“ segir í tilkynningu frá SÍBS.Framkvæmdastjórn Reykjalundar f.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Helgi Kristjónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs á Reykjalundi, hefur verið sett forstjóri Reykjalundar á meðan auglýst er eftir nýjum forstjóra. Hún sinnir sínu fyrra starfi samhliða forstjórastarfinu til að byrja með. Þau Ólafur og Herdís taka við stjórnunarstöðum sínum í kjölfar starfsloka forvera sinna. Birgis og Magnúsar. „Starfsfólkið er undirstaða starfseminnar á Reykjalundi og forsenda þess að sú góða endurhæfingarþjónusta, sem fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun eða í gegnum sína nánustu, verði áfram veitt. Stjórnin mun leitast við að draga lærdóm af málinu og taka tillit til þeirra ábendinga sem komið hafa fram í tengslum við það. Allir á Reykjalundi, hvaða hlutverki sem þeir gegna, eru sammála um mikilvægi þess að starfsemin þar geti haldið áfram að dafna og verði sem áður mikilvæg stoð fyrir það fólk sem er að vinna sig út úr veikindum og til fullrar þátttöku í samfélaginu á ný,“ segir í tilkynningu frá stjórn SÍBS. „Stjórnin vill að lokum nota tækifærið og færa fráfarandi framkvæmdastjóra lækninga og forstjóra Reykjalundar þakkir fyrir áratugalangt framlag sitt til starfseminnar og samstarf á liðnum árum. Tekið skal fram að engum skugga hefur verið varpað á það góða starf sem þessir tveir fyrrum stjórnendur á Reykjalundi skilja eftir sig. Að því mun stofnunin, starfsmenn og sjúklingar búa til langrar framtíðar.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. Stöðunefnd Embættis landlæknis hefur metið Ólaf hæfan til starfsins segir í tilkynningu frá SÍBS sem Reykjalundur heyrir undir. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu í dag. Þar var ný framkvæmdastjórn kynnt til sögunnar fyrir starfsfólki sem reyndar mætti fæst á fundinn. Um 200 manns starfa á Reykjalundi, ýmist í fullu starfi eða hlutastörfum, en fréttamaður Vísis á staðnum segir líklega tíu til tuttugu starfsmenn hafa mætt á fundinn.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag.Vísir/SigurjónMikil ólga hefur verið á Reykjalundi undanfarið eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar forstjóra um mánaðamótin og uppsögn Magnúsar Ólasonar sem gegnt hafði stöðu framkvæmdastjóra lækninga í lengri tíma. „Fréttir um starfslokin sköpuðu mikla reiði og sorg meðal starfsmanna Reykjalundar í ljósi langs starfsaldurs og mikilsverðs framlags þessara tveggja einstaklinga til starfseminnar í gegnum árin. Ljóst er að betur hefði mátt takast til við þær aðgerðir og með því koma í veg fyrir þann óróa sem þær sköpuðu. Stjórn SÍBS vill nota þetta tækifæri og biðja hlutaðeigandi velvirðingar á því hvernig málin þróuðust,“ segir í tilkynningu frá SÍBS.Framkvæmdastjórn Reykjalundar f.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Helgi Kristjónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs á Reykjalundi, hefur verið sett forstjóri Reykjalundar á meðan auglýst er eftir nýjum forstjóra. Hún sinnir sínu fyrra starfi samhliða forstjórastarfinu til að byrja með. Þau Ólafur og Herdís taka við stjórnunarstöðum sínum í kjölfar starfsloka forvera sinna. Birgis og Magnúsar. „Starfsfólkið er undirstaða starfseminnar á Reykjalundi og forsenda þess að sú góða endurhæfingarþjónusta, sem fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun eða í gegnum sína nánustu, verði áfram veitt. Stjórnin mun leitast við að draga lærdóm af málinu og taka tillit til þeirra ábendinga sem komið hafa fram í tengslum við það. Allir á Reykjalundi, hvaða hlutverki sem þeir gegna, eru sammála um mikilvægi þess að starfsemin þar geti haldið áfram að dafna og verði sem áður mikilvæg stoð fyrir það fólk sem er að vinna sig út úr veikindum og til fullrar þátttöku í samfélaginu á ný,“ segir í tilkynningu frá stjórn SÍBS. „Stjórnin vill að lokum nota tækifærið og færa fráfarandi framkvæmdastjóra lækninga og forstjóra Reykjalundar þakkir fyrir áratugalangt framlag sitt til starfseminnar og samstarf á liðnum árum. Tekið skal fram að engum skugga hefur verið varpað á það góða starf sem þessir tveir fyrrum stjórnendur á Reykjalundi skilja eftir sig. Að því mun stofnunin, starfsmenn og sjúklingar búa til langrar framtíðar.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira