Innlent

Ármann vill í nýja Vogabyggð

Benedikt Bóas skrifar
Ãrmannstúlkur á æfingu.
Ãrmannstúlkur á æfingu.

Glímufélagið Ármann hefur óskað formlega eftir viðræðum um nýtt íþróttasvæði sem myndast með nýrri íbúðabyggð í Vogabyggð. Félagið hefur sent menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur bréf þess efnis. Í Vogabyggð er gert ráð fyrir skólum, leikskólum og íþróttamannvirkjum sem tilheyra nýrri byggð. Ármann telur að hægt sé að leysa aðstöðumál félagsins að nokkru leyti með aðgangi að íþróttamannvirkjunum.

„Það liggur beinast við að Ármann sæki í Vogabyggðina því Víkingur er nýtekinn við Framsvæðinu og stækkar þar með sitt svæði mikið og eykur einnig við mannvirkin hjá sér. Þróttur er á lokametrunum að fá nýtt og stórt íþróttamannvirki í Laugardalnum og hefur ekki sýnt áhuga á að færa svæði sitt, sbr. umræðuna um Framsvæðið,“ segir í bréfinu.

Glímufélagið Ármann er að mestu einstaklingsgreinafélag og telur að það geti boðið upp á fleiri möguleika fyrir börn og unglinga í íþróttastarfi á svæðinu. Handknattleik og knattspyrnu geta iðkendur sótt í Víking eða Þrótt. Þá mætti leysa brýnt aðstöðuleysi körfuknattleiksdeildar Ármanns með því að nýta íþróttasal nýs húss í Vogabyggð fyrir körfuknattleiksæfingar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.