Fótbolti

Deilt um nýtt hús á Torfnesi

Benedikt Bóas skrifar
Vestri mun leika í Inkasso deildinni.
Vestri mun leika í Inkasso deildinni. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson

Meirihluti nefndar um fjölnota knattspyrnuhús á Torfnesi leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðar að verkið verði boðið út í samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögn.

Ekki eru þó allir sáttir því í bókun Sigurðar Jóns Hreinssonar segir að hann geti engan veginn tekið undir þá niðurstöðu. „Að mati undirritaðs hefur nefndin m.a. ekki sinnt því hlutverki sínu að gera úttekt á staðarvali, skipulagi í kringum áætlaðan byggingarstað og áfangaskiptingu framkvæmda,“ segir í bókuninni.

Hann tekur nokkur dæmi um það sem betur mætti fara. „Ekki hefur verið svarað þeirri spurningu, hvort starfsmaður þurfi að vera í húsinu eða ekki. Allar forsendur fyrir staðarvali því sem deiliskipulag byggir á, hafa reynst rangar. Þessi áform um uppbyggingu á Torfnesi eru byggð á afar takmarkaðri umfjöllun og byggja í stórum atriðum á röngum gögnum, rökleysu, þversögnum, hringrökum og jafnvel blekkingum. Áformin um byggingu fótboltahúss eru ábyrgðarlaus út frá fjárhag bæjarins, kalla á umtalsverða hækkun á skuldum bæjarsjóðs og auka rekstrarkostnað bæjarins um tugi milljóna árlega.“

Sigurður ætlar að skila eigin skýrslu um málið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.