Þorvaldur Örlygsson kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 19:00 Þorvaldur Örlygsson þjálfar U19 vísir/skjáskot Þorvaldur Örlygsson, þjálfari íslenska nítján ára landsliðsins og fyrrum þjálfari liða eins og KA, Fram, ÍA og Keflavíkur, er einn af þeim sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja. Hörður Magnússon sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Færeyingar eru að leita sér að nýjum landsliðsþjálfara í fyrsta sinn í tæpan áratug og á tíma voru bæði Heimir Guðjónsson og Guðjón Þórðarson orðaðir við starfið. Heimir og Guðjón þjálfuðu báðir í færeysku deildinni í ár en tvær umferðir eru eftir af henni. Heimir hefur ákveðið að koma heim og taka við Val. Þorvaldur hefur ekki þjálfað félagslið í nokkur ár en hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína sem einn af sérfræðingum Pepsi Max markanna síðustu ár. Daninn Lars Olsen hefur þjálfað færeyska landsliðið í tæp átta ár eða síðan í nóvember 2011. Hann hefur tilkynnt það að hann hætti með liðið þegar samningur hans rennur út eftir að undankeppni EM 2020 lýkur. Færeyska landsliðið er í 109. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins en komst hæst upp í 83. sæti í þjálfaratíð Lars Olsen en það var árið 2016. Færeyingar töpuðu sjö fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020 en unnu síðasta leik 1-0 sem var á heimavelli á móti Möltu. Rógvi Baldvinsson skoraði eina markið nítján mínútum fyrir leikslok. Þorvaldur hefur þjálfað íslenska nítján ára landsliðið frá árinu 2015. Þorvaldur er með Pro Licence sem er hæsta þjálfaragráðan hjá UEFA og það hjálpar honum vissulega í þessu ferli. Færeysk félagslið hafa einnig áhuga á Þorvaldi samkvæmt heimildum íþróttadeildar og því eru talsverðar líkur á því að hann starfi í færeyska fótboltanum á næsta ári. Færeyjar Færeyski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Sjá meira
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari íslenska nítján ára landsliðsins og fyrrum þjálfari liða eins og KA, Fram, ÍA og Keflavíkur, er einn af þeim sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja. Hörður Magnússon sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Færeyingar eru að leita sér að nýjum landsliðsþjálfara í fyrsta sinn í tæpan áratug og á tíma voru bæði Heimir Guðjónsson og Guðjón Þórðarson orðaðir við starfið. Heimir og Guðjón þjálfuðu báðir í færeysku deildinni í ár en tvær umferðir eru eftir af henni. Heimir hefur ákveðið að koma heim og taka við Val. Þorvaldur hefur ekki þjálfað félagslið í nokkur ár en hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína sem einn af sérfræðingum Pepsi Max markanna síðustu ár. Daninn Lars Olsen hefur þjálfað færeyska landsliðið í tæp átta ár eða síðan í nóvember 2011. Hann hefur tilkynnt það að hann hætti með liðið þegar samningur hans rennur út eftir að undankeppni EM 2020 lýkur. Færeyska landsliðið er í 109. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins en komst hæst upp í 83. sæti í þjálfaratíð Lars Olsen en það var árið 2016. Færeyingar töpuðu sjö fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020 en unnu síðasta leik 1-0 sem var á heimavelli á móti Möltu. Rógvi Baldvinsson skoraði eina markið nítján mínútum fyrir leikslok. Þorvaldur hefur þjálfað íslenska nítján ára landsliðið frá árinu 2015. Þorvaldur er með Pro Licence sem er hæsta þjálfaragráðan hjá UEFA og það hjálpar honum vissulega í þessu ferli. Færeysk félagslið hafa einnig áhuga á Þorvaldi samkvæmt heimildum íþróttadeildar og því eru talsverðar líkur á því að hann starfi í færeyska fótboltanum á næsta ári.
Færeyjar Færeyski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Sjá meira