Innlent

Sjóðandi heitt vatn streymir úr hitaveituholu við golfvöllinn í Grafarvogi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Íbúar í Grafarvogi eru beðnir að fara varlega séu þeir á ferð í nágrenni við holunnar en hún er við enda fjölfarins göngustígs.
Íbúar í Grafarvogi eru beðnir að fara varlega séu þeir á ferð í nágrenni við holunnar en hún er við enda fjölfarins göngustígs.

Um sjötíu gráðu heitt vatn streymir nú úr hitaveituholu við golfvöllinn í Grafarvogi og út í sjó. Holan hefur ekki verið virkjuð en leka fór úr henni í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum en orsökin er talin vera framkvæmdir Veitna í Geldinganesi þar sem verið er að örva borholu.

Búið er að girða svæðið af í kringum holuna og merkja en búast má við að vatn komi úr henni á meðan á framkvæmdum stendur í Geldinganesi, næstu tvær vikur.

Íbúar í Grafarvogi eru beðnir að fara varlega séu þeir á ferð í nágrenni við holunnar en hún er við enda fjölfarins göngustígs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.